Þetta er engan veginn sambærilegt.
Auk þess myndi ríkisstjórn ekki heldur skipta sér af, því lögin í landinu banna slíkt og því færi svona mál fyrir dómstóla. Ríkisstjórnin blandar sér ekki beint í svona mál, og á heldur ekkert að gera það.
Sem er nákvæmlega sem þetta lið þarna í múslima heiminum skilur ekki. Það er svo vant því að yfirvaldið sé að stjórna öllu, og skilur ekkert annað fyrirkomulag.
Hvern er verið að móðga spyr ég. Er verið að móðga Múhammeð? Hann er löngu dauður, ef hann var nokkuð einu sinni til! Auk þess er hann heimsþekkt persóna, eins og Hitler, Stalín, Lenín, Maó formaður, Jesús, Móses, George Washington, Homer Simpson, Albert Einstein, George Bush, Tony Blair, Saddam Hussein o.s.frv.
Hvar á að stoppa ritskoðunina? Þarf að setja það sérstaklega í lög “Bannað að teikna skopmyndir af Múhammeð spámanni, en það er í lagi að teikna skopmyndir af Jesús.”
Hvað ef Bush sé elskaður af allri þjóð sinni, og 99% bandarísku þjóðarinnar elski hann… er þá bannað að teikna skopmyndir af honum því þær geta vakið reiði bandaríkjamanna?
Að geta ekki teiknað myndir af Múhammeð er RITSKOÐUN. Mér er sama hvað einhverjum ofsahaturstrúaarmanni sem býr 5000 km í burtu finnst um hann, í mínum augum er þetta bara einsog hver önnur þekkt persóna.
Ég held að eftir nokkur ár, áratugi, muni við líta til baka og geta sett þessa atburði í sögulegt samhengi. Að það verði hægt að líkja þeim sem teiknuðu þessar myndir og Jótlandspóstinn fyrir að birta þær við menn einsog Galileó, Kópernikus, eða aðra stórmerka menn upplýsingarinnar… sem þorðu að mótmæla því sem var kirkjan sagði að væri satt.