Ég var nú að lesa á MBL að áætlað er að Bandaríkjamenn hafi eytt um 390 milljörðum dollara í Írak og Afghanistan frá 2001. Frekar há upphæð. En við færum þetta yfir á íslenskan mælikvarða þá eru það 24 milljarðar króna eða tvöfaldur kostnaður tónlistarhúsins.
Auðvitað eru þetta miklir peningar en það er búið að ýkja frekar þau áhrif sem það hafði á Bandarískt samfélag. Stríð Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum er í raun frekar ódýrt miða við mörg fyrri stríð þeirra. Einnig er hægt að reikna þetta sem 17 þúsund krónur á ári á hvern Bandaríkjamann. Stríðsreksturinn er því frekar smávægilegur miða við t.d. þau áhrif sem 11.september hafði.