Síðastliðinn föstudagur byrjaði eins og hver annar. Vaknaði klukkan 07:00, fór í sturtu og var kominn í morgunmat í kringum 07:50. Svo hófst fyrsta kennslustund (vantaði þótti mér nokkuð marga í tímann) og klukkan 08:55 voru 10 mín. hlé. Í þessu hléi ákvað skólameistarinn að halda tala við alla þá nemendur skólans sem að mættir voru. Byrjaði hann að óska nýrri stjórn nemendafélagsin til hamingju með kosningarnar. Svo sagði hann að ástæðan fyrir því að svo marga vantaði í skólann væri að lögreglan væri með fíkniefnahund og væri að gera húsleit á vistunum, svo að enginn sem ekki mætti fyrir klukkan 08:15 var leift að fara útaf vistunum. Skólameistarinn tók það skýrt fram að þetta væri ekkert sem að nemendur ættu að vera hræddir yfir, hundurinn yrði einungis látinn fara ganginn, með lokuðum hurðum, og ef hann stoppaði og sýndi einhverju herbergi áhuga þá yrði haft samband við þá sem að byggju þar. Það að hundurinn sýndi herbergjum áhuga myndi ekki þýða að herbergis eigendur væru að nota einhver ólögleg efni, það gæti bara þýtt að einstaklingurinn hafi setið við hliðina á einhverjum sem að notaði á meðan hann væri í strætó eða eitthvað í þá áttina. Þetta sagði skólameistarinn og ítrekaði að haft yrði samband við þá nemendur sem að leigðu herbergin sem hundurinn sýndi áhuga til að fá leifi hjá þeim að leita þar inni.
Svo í annarri kennslustund er ég lítið að hlusta á kennarann og var bara að dunda mér á netinu og MSN. Þá segir strákur (á MSN) sem að hafði verið hleipt inná vistina aftur þar sem að hann hafði ekki farið í skólann og sagðist vera að sækja bækur. Strákurinn býr lengra inn á ganginum heldur en ég, og þegar hann gengur inn ganginn, þá sér hann lögregluna ganga út úr herbergi mínu og höfðu þeir hundinn í bandi. Hann hafði ekki heyrt ræðuna hjá skólameistaranum, svo hann skeitti lítið um þetta, svo hann fór bara inn í herbergið sitt, og þá er búið að opna allar skúffur, alla skápa og leita í öllu dótinu hans. Og aldrei var haft samband við neinn um leifi til að fá að skoða herbergin.
Þarna sér maður að skólayfirvöld “labelysa” nemendur eins og þeim dettur í hug. Veit ég um nokkra á vistunum sem að eru að nota fíkniefni, og er ég 100% á því að leitað hafi verið inni hjá þeim án leifis. Svo má líka nefna að ekki voru nein ummerki að leitað hafi verið inni hjá þeim sem að stunda íþróttir og eru “góðu” nemendurnir.
Sjálfur mun ég aldrei treysta neinu sem að skólameistarinn segir, þar sem að hann fór svo stórlega á bak orða sinna í þetta skiptið.
“Can´t rain all the time” - Brandon Lee