Ég hef tekið eftir þeirri áhugaverðu en útþvældu staðreynd að fréttastofur eins og stöð tvö lifir að mestu á æsifréttum og hneykslismálum á meðan þær leyfa öðru að lenda undir stól. Um verslunarmannahelgina voru tvær útihátíðir hvað mest sóttar, Eldborg, sem var gósentíð fyrir fréttamenn sem leituðu að sora og hræðilegum fréttum í hverju horni. Í Vestmannaeyjum gerðist lítið sem ekki neitt á þeirra mælikvarða því þjóðhátíðin fór einstaklega vel fram og eftir öllum væntingum. Einhverjar ásakanir voru víst úr röðum fréttasnápa um aðgerðaleysi umsjónarmanna þjóðhátíðar í sambandi við nauðganir vegna þeirra fáheyrðu atburða að nær ekkert var tilkynnt, allt er gert til að krydda fréttina.
Fréttastofa stöðvar vinnur sjálfsagt eftir öðrum forsendum en fréttastofa RÚV þar sem stöð tvö er hlutafyrirtæki sem lifir á auglýsingum og þarf þessvegna ætíð topp áhorf, sem leiðir til þess að fréttir þurfa að hafa einhvern brodd til að fólk nenni að horfa.
—–