Fer ekki svo langt að kenna trúarbrögðum um allt, en þetta er samt sem áður pólitískt tól sem hátt settir menn notfæra sér linnulaust til að stjórna fólki og fá sínu fram.
Ég er á því að trúarbrögð sé hækja fyrir veikburða fólk sem á ekkert annað að. Fólk vill vita leyndardóm heimsins, það vill vita hvað bíður þeirra efir dauðann, hvað orsakar hluti, hvernig heimurinn virkar og allar hinar stóru spurningarnar. Fyrir þessa veikburða einstaklinga er það einfaldlega mun auðveldara að trúa því að þessi svör liggi fyrir í einni bók.
Niður með þetta alls saman. Þurfum við virkilega á 3000 ára gamalli bók að halda til að segja okkur hvernig við eigum að lifa okkar lífum? Er góðmennska og ást ekki til utan trúarbragða? Er heimur án trúarbragða kuldalegur og illur staður? Alls ekki. Þveröfugt.
Trú hefur, og mun alltaf vera ógn við almenna rökhugsun ásamt því að vera eitt mesta afturhaldsafl sem þekkist.