Ég ætla að vera númer 100 í röðinni til að senda inn grein um hin nýju reykingalög!
Ég persónulega hef aldrei reyk og enginn í fjölskyldu minni gerir það. Mér dettur ekki í hug að reykja en ég veit að það er fólk sem reykir og verður maður ekki að virða það.
Þau eru nú manneskjur. Ég hef borðað yfir strompreykingum og ekki finn ég neinn mun, ég hef kysst reykingarmann og finnst það ekkert verra. Það að stærri hluti veitingahúsa þurfa að vera reyklausir og sérstaklega að fólk undir 18 ára meiga ekki selja sígarettur er bara heimska að mínu mati, eins og þeir sögðu svo skemmtilega á stöð 2, það er svo rosalega hættulegt að afhenda sígarettur.
Ég ætla hinsvegar ekki að mótmæla lögum um að sígarettur mega ekki sjást, því það eru til lög sem banna auglýsingar sígaretta, og þau eru deilumál fyrir sig og þess vegna eiga þær ekki að vera sýnilegar. Þetta er mín skoðun á þessu máli
Reykingarmenn eru líka fólk.
kveðja Bozi