Afhverju segirðu að það þurfi að vera hliðar í þessum málum ?
Þetta snýst ekkert um örryggi okkar hvort að íranir eigi kjarnavopn þegar frakkar,bretar,þjóðverjar,bandaríkjamenn,rússar,ísrael,indland,pakistan og tala nú ekki um þau 20-30 ríki sem áttu kjarnavopn og t.d. suður afríka sem þróaði þau til að hugsanlega beita þeim gegn sínum eigin borgurum.
Hvað um bandaríkjamenn sem eru að þróa smákjarnavopn og dreifa þúsundum tonna af útrunnu úrani útum afganistan,kosovo, kúveit og tvisvar í írak ?
Þessi hernaðarátök,innrásir og viðskiptabönn bandaríkjamanna sem þú virðist vera svo hrifinn af gera oftast illt verra og sjálfur trúi ég því engann veginn að þetta sé gert í þágu frelsis og lýðræðis heldur eingöngu vegna heimsvaldastefnu bandaríkjana( þarmeðtaldar þessar 300 herstöðvar í á annað hundruð löndum).
Það hefur tekið t.d. kína og pakistan áratugi að koma sér upp flugskeytum sem þó draga ekki t.d. yfir neinar gífurlegar vegalengdir.
Var það vegna örrygis okkar þegar bandaríkjamenn gáfu írönum tækniteikingar að kjarnorkusprengjum ?
Er það vegna örryggis okkar sem að þeir koma í veg fyrir að bandaríkjamenn stöðva íraka í að efla landamæragæslu sína til að berjast gegn dópbarónum ?
Persónulega finnst mér að bandaríkin ættu að taka upp sína fyrri stefnu um að þeir myndu ekki skipta sér af fyrsta heiminum og við annar heimurinn myndi ekki skipta sér af þeim.
Þessi ofureinföldun þín á heimspólitík með því að skipta öllu í einhver lið er með því fáranlegra sem ég hef lesið eftir þig hérna á huga.
Sjálfur hef ég t.d. verið viðstaddur á mótmælum gegn klerkaveldinu í íran í danmörku fyrir nokkrum árum.
Hvað þarf til í þínum huga til þess að ríki verði einhver alheimsógn ? Þarf bush að halda því fram að jesús lyklapétur og maría mey hafi vitjað hans í draumi og sagt að íran sé tilefni í næstu krossferð hina góðu og réttlátu föðurlandsvina sem eru að tryggja örryggi sitt með því að varpa sprengjum á þau ríki sem standa í hárinu á heimsvaldastefnu bandaríkjana með áætlunum um að verða leiðandi afl í mið austurlöndunum bæði menningarlega,efnahagslega og á pólitískan hátt.
Hvenær ætla menn að fara að hætta að heimfæra árásir hópa sem eru algjörlega ótengdir ríkjum yfir á þau.
T.d. voru 9/11 árásarmennirnir þjálfaðir í afganistan og þá þarf að ráðast þar inn, þarnæst hlutu þeir stuðning frá írak og þá þarf að sprengja upp sandbændurnar þar og brenna þá lifandi ef þeir eru í heilu lagi eftir það.
Hvað tekur við á eftir íran ? Norður kórea ? hvað svo ?
Væri ekki nær að bandaríkjamenn myndu hætta þessum tvískinnungi og vera leiðandi afl í því að berjast gegn t.d. glæpum með því að leyfa t.d. spánverjum að selja vopn til venesúela sem eru ætluð til að stöðva starfsemi dóphringana, hvað þá um að cia myndi algjörlega hætta að styrkja uppreisnamenn í tsjétséníu sem eru oftar enn ekki einungis að stunda það sem hlutavinnu þarsem að það er arðbærara að reka mafíu enn skæruliðaher.
Geturðu ímyndað þér ef að þessum tveimur billjörðum(milljón milljónum) dollara sem stríðið í írak mun kosta hefði verið veitt í það að t.d. að byggja upp verst stöddu svæðin í afríku og suður ameríku og fólkið þar hefði einhverja möguleika á sama lífi og við búumst við á vesturlöndunum eða jafnvel í þau svæði í bandaríkjunum sem eru verst stödd varðandi fátækt og glæpi ?
Ég hefði trúað að einhver sem predikar frjálshyggju væri miklu frekar til í að sjá umbótir ganga í gegn á efnahagslegum forsendum sem munu standa lengur enn í örfá ár enn í staðinn fyrir að þær afleiðingar sem heimsvaldastefna bandaríkjana hefur ollið(25% hagnaðaraukning innan bandaríkjana vegna íraksstríðsins milli ára enn auðvitað á kostnað þeirra verst stöddu og hundruðir látna og þúsundir limlestra og andlega skaddaða hermanna) þótt það leysist auðvitað með því að einkavæða stríðsreksturinn þarsem rafvirkjarnir einfaldlega sjá um að skjóta írakana.
Þú mættir lesa skrif Robert Young Pelton um þessi mál og svo svara mér.