Stefnir í að næsti forseti Bandaríkjanna verði kona?

Ég veit ekki hvort það sé tilviljun eða samkomulag en það virðist stefna í að tvær konur keppi um embættið. Miða við spádóma og ummæli ýmissa stjórnmálamanna vestanhafs þá virðist stefna í að Condoleezza Rice og Hillary Clinton muni berjast um embættið. Stór hluti Bandaríkjamanna er en þá frekar gamaldags, sérstaklega í suðurríkjunum. Ég gæti alveg trúað því að þetta sé í raun samkomulag að spila út konum enda tel ég því miður að kona gæti tapað fyrir karlmanni eingöngu vegna kynferðis. En ætli það sé of stórt skref fyrir kanann að fá forseta sem er bæði kvenkyns og með dökka hörund?

Jafnvel þó Bush verði en þá með lágt fylgi þegar hann lætur af embætti þá hefur Rice haldið frekar miklum vinsældum og eiginlega verið á toppnum í vinsældum í Bush stjórninni seinustu mánuðina. Hillary Clinton var frekar áberandi sem forsetafrú og líklega ein af þeim vinsælustu, sumir segja meira að segja að hún hafi stjórnað bak við tjöldin þegar Bill var forseti eða allavega dúett. En já spennandi að sjá hvernig þetta verður í kosningunum 2008 :)