Reyndar sagðist þú vera hrifnari af Condi, vegna pólitískra skoðanna þinna. Það er nú skiljanlegt að fólk taki það sem stuðningsyfirlýsingu við republikana frekar en demokrata… Ef það var ekki meiningin, er hægt að spyrja beint út: hvaða flokk styður þú í bandarískum alríkisstjórnmálum?
Ég hef séð viðtöl frá þeim báðum reglulega og oftast er ég sammála Condi á meðan það er svona 50/50 með Hillary. Hef reyndar alltaf líkað vel við hana sem persónu en ekki algjörlega í pólitíkinni.
Með samkynhneigð þá lýsti Bush því yfir (að mig minnir skömmu eftir að samkynhneigðir fóru að gifta sig í San Fransisco) að breyta þyrfti stjórnarskránni til að “varðveita hjónabandið”. Ekki kom til þess (enda meiri vilji til að taka á þessu máli á annan hátt en með stjórnarskrárbreytingu).
Þetta er það eina sem ég hef heyrt frá Bush í tengslum við samkynhneigð. Aldrei hef ég heyrt hann segja að samkynhneigðir ættu ekki að fá önnur sambúðar-réttindi eða það að hann væri á móti samkynhneigð, eingöngu að hann teldi hjónabandið sjálft eiga vera milli karls og konu sem er algengt viðhorf í BNA. Ég er reyndar ósammála honum þar sem ég tel slíkt fara gegn trúfrelsi, en á meðan ég hef ekki heyrt eitthvað verra þá ætla ég ekki að stökkva á það að hann sé eitthvað á móti samkynhneigðum. En er annars ekki hægt að hallast að einum flokki án þess að vera sammála öllum stefnum hans? Ef ég á að styðja hinn flokkinn vegna samkynhneigðar minnar þá er þetta allt of einfaldur heimur fyrir mig. Ætti ég líka að styðja Hillary ef ég væri svertingi? Svona flokkanir fara illa í mig.
Njósnir á þegnum hafa vissulega verið stundaðar lengi en þeir eru nú orðnar löglegar, útbreiddari og siðlausari. Ef demokratar hefðu verið áfram við völd, hefði ef til vill farið eins en þó er erfitt að segja til um það.
Öll stjórnvöld reyna að fara eins langt og almenningur leyfir þeim í þessum málum. Það skipti ekki máli að Bush stjórnin var við völd. 1, 2 og 3 er að Bandaríkin urðu fyrir árás á meginlandinu og stór meirihluti Bandaríkjamanna var til í að gefa meira svigrúm í njósnum. Nýlega var stöðvað hryðjuverkaárás í Ástralíu vegna nýrra hryðjuverkalaga og leyniþjónustu BNA segir það sama þó þeir gefi ekki upp nákvæmar upplýsingar (enda LEYNIþjónustan). Ég sem frjálshyggjumaður vill auðvitað að það sé ekki farið svona öfgafullar leiðir en ég trúi því ekki að þetta sé flokksbundið í BNA.
NB: hér er ég ekki að setja fram stuðningsyfirlýsingu við demokrata. Líklega gæti ég svikið samvisku mína og kosið svo langt til hægri. Að mínu mati eru báðir stóru flokkarnir stórgallaðir populista öfga hægriflokkar. Í báðum flokkum eru trúarofstækismenn, hommahatarar, hernaðarsinnar og gjörspilltir innanbúðarmenn í vægðarlausum stórfyrirtækjum. Að mínu mati er tilgangslaust, sérstaklega hér á Íslandi, að rökræða um hvort R eða D sé betri. Hins vegar er betra að sagt sé sem réttast frá báðum flokkum
Aðal gallinn er náttúrulega það að kaninn sættir sig við tveggja flokka kerfið. Það er ekki bara það að það er erfitt fyrir aðra að brjóta það heldur hafa kannanir hjá almenningi bent til þess að þeir vilja ekki hafa marga valmöguleika. Væri skárra að hafa 3-5 stóra flokka og ekki jafn týpíska skiptingu á stefnum og er raunin í dag. En já ég hallast líklega til Condi af því ég er lengst til hægri, en ég lýt ekkert á flokkinn sem fullkomnan.