Afstaða Bandaríkjamann er auðvitað á öðrum forsendum.
En aftur þá virðist ekki skipta máli hvort aðgerðirnar voru Írökum í hag eða ekki. Stuðningur við stríðið náði ekki að fara niður í helming fyrr en dauðsföll hermanna nálguðust 2000 og stjórnvöld klúðruðu aðgerðum gegn fellibilnum Katrínu. Frekar sjálfselskar skoðanir að vilja fá hermennina heim nokkrum mánuðum áður en Írakar geta tekið við vörnum landsins að mestu, er verið að óska eftir því að frelsunin klúðrist þegar 80% er lokið? Þá var öll vinnan og dauðsföllin til einskis.
Hvort sem það eru Evrópubúar eða Bandaríkjamenn þá virðast andstæðingar innrásarinnar vera að klóra í bakkann. Írak er orðið lýðræðisríki og Íraskir hermenn eru orðnir fleiri en Bandarískir, eða yfir 200 þúsund. Þær dómsdagsspár sem við fengum að heyra árið 2003 hafa flestar ekki orðið að veruleika og því heyrum við örvæntingafull hróp í dag þar sem að einu röin eru að ekki er allt fullkomið í Írak, þó að mestu sé “verkefnið” að ganga upp. Í raun er ég hissa á því að Bush sé ekki búinn að lýsa yfir sigri. Fyrst var talað um að sigur væri kominn þegar lýðræðið kæmi, nú er búið að fresta slíkum yfirlýsingum þanga til Írakar taka við vörnum landsins. Ástæðan er líklega aukin mótstaða í Bandaríkjunum, annars væri löngu búið að lýsa yfir sigri.