Ég held að Dagur sé líklegastur. En þó held ég að allir frambjóðendur hafi sjéns fer eftir baráttunni:
Dagur hefur þá ótvíræðu kosti í pólitík að hann er ungur og vinsæll. Kannski full ungur, rétt um þrítugt. Að vera læknir hjálpar líka.
Ókostir eru tengsl hans við skipulagsmál R-listans en það er ekki líklegt að kosningabaráttan beinist út í slíkan farveg að minnsta kosti ekki fyrr en kjörinu er lokið og Samfylkingin fer gegn sjálfstæðismönnum.
Stefán er kannski ekki svo vinsæll utan flokksins, en hann er þekkt andlit, reyndur og á stærsta stuðningsmannahópinn innan flokksins held ég. Því ekki ólíklegt gisk, en hugsanlegt er að Dagur vinni hann út á það vera líklegri til að laða þá sem voru óháðir í flokkinn.
Steinunn hefur verið harðlega gagnrýnd og ekki átt það gott. Hún hefur að mínu mati ekki mikla persónutöfra en ég tel að margt sem hún hefur gert sé í raun gott. Hún gæti unnið út á það að hún er eina konan og hinir tveir eru karlar. Feminstar eru jú stór hluti flokksins og hún gæti því unnið ef Stefán og Dagur vanmeta hana.
En ég veðja á Dag, síðan Steinunni og ég efast um Stefán. En ég gæti haft rangt fyrir mér.