Skýrsla Rikisendurskoðunar um laun sérfræðilækna hljóta að vekja upp spurningar einkum og sér í lagi varðandi það atriði að ekki hefur enn tekist að sinna grunnþjónustu við heilbrigði, þ.e. að hver maður hafi greiðan aðgang að heimilislækni en þess í stað
borgum við skattborgarar leitan sjúklinga beint til sérfræðinga, í slíkum mæli sem sem raun ber vitni.
Engum tölulegum upplýsingum er til að dreifa um ágæti þess konar skipulags, en því vilja læknar að virðist sjálfir viðhalda.
Landlæknisembættið hefur m.a. látið í ljósi áhyggjur af aðgerðum framkvæmdum úti í bæ á einkastofum lækna hvað varðar öryggisþætti.
Hið opinbera hefur enn ekki haft til þess bein í nefinu að takmarka eitthvað einkastofustarfssemi þó ekki væri nema til þess að manna sjúkrahúsin læknum í heilsdagsstarfi, til þess að grynnka á biðlistum, sem kosta þjóðfélagið allt viðbótarpeninga.
Lækningaforstjóri Lsp Háskólasjúkrahúss, hefur kvartað yfir
tvenns konar greiðslufyrirkomulagi af hálfu hins opinbera, þar sem hagkvæmara er fyrir lækna að reka einkastofur.
Hér er um að ræða peninga er varða hvoru tveggja álagða skattprósentu okkur til handa ár hvert, sem og þá heilbrigðisþjónustu sem við viljum að allir geti fengið notið sem best, sem fyrst og fremst hlýtur að felast í því að hver einasti landsmaður geti fyrst leitað til síns heimilislæknis, í stað
tíu sérfræðinga í líkamlegum kvillum frá toppi til táar, sem kostar alla drjúgan skildinginn, eins og laun sérfræðilækna á mánuði bera vott um.