Mér finnst margfalt betra að nota peningana í það að hjálpa blindum en tildæmis í það að halda uppi sendiráðum útum allan heim eins og Ísland eða senda her til Íraks.
Slíkt er hvorki hluti af frjálshyggju eða kapítalisma. Þó að sum slík ríki taki það upp þá er það í sjálfu sér ekki hluti af hugsjóninni. Svo hefur það hjálpað fleirum að senda her til Íraks en það hefur sært, endalaust hægt að deila um það.
…Ég efast líka um að Kúbubúar séu eitthvað reiðir útafþví að það sé svona ókeypis og góð læknisþjónusta þarna :/
Nei en þeir eru kannski reiðir yfir því að hafa nokkur þúsund í mánaðarlaun?
Kannski er ég bara svona heimskur sósialisti, en mér finnst það gott og blessað að hafa ókeypis augnaðgerðir handa nær blindum.
Margir sósialismar eru góðhjarta, það viðurkenni ég. En það er nú bara þannig að það er ekki hægt að þvinga á betra samfélagi, sérstaklega ekki með því að skera laun allra í landinu fyrir hugsjónina. Auðvitað hljómar það vel að koma með sósialisma stjórnvöld til þess að eyða þeim auði sem hægri stjórnvöld hafa skapað í gegnum tíðina, en það kemur ekki á betra samfélagi ef efnahagurinn hrynur við það á endanum.
…Aftur biðst ég afsökunar á Deyðu dæminu, ég þoli einfaldlega ekki fólk sem vill frekar sendiráð, big screen sjónvörp, stríð og “kapistalega” hluti í staðin fyrir læknisþjónustu og góðverk, jafnvel frá einræðisherra.
Ekki málið. Kemur fyrir alla að missa eitthvað út úr sér ;)