Já, þessi grein mín hefur vekið töluverð viðbrögð, og þar sem ég hef ekki tíma til að svara öllum ættlaði ég að koma með nokkuð almennt svar hérna.
Sko, í fyrsta lagi þá veit ég alveg að samkynhneigðir eru líka fólk. ég er ekki á neinn hátt hommahatari, þó mér sé ekki vel við þá synd sem þeir drígja, þá erum við öll syndug, þannig að ég set mig ekki á neitt hærri stall en það fólk sem er samkynhneigt.
ég tók það fram að ég vildi fá svar við þeim spurningum sem ég var að spurja og ekki fara að rífast við eitthvað fólk um hvort hommar séu fólk eða ekki, eða hver mín skoðun væri á þessu. samt sem áður eru vissir notendur hérna sem virðast þurfa á rífast yfir öllu sem kemur inn.
aðal spurningin í þessari grein var sú fyrir hverju verið væri að berjast og afhverju staðfest samvist væri ekki nóg ef hún gæfi öll þau sömu réttindi og gifting? ég held að svona einn af þeim 40 notendum sem núna hafa svarað, hefur í raun svarað þeirri spurningu að einhverju leiti. flest allt hitt var eitthvað pisst off fólk yfir því að ég væri að mismuna samkynhneigðum og hataði þá. Er það vegna þess að ég vill kinna mér baráttumál þeirra betur og spurja spurninga?
hvað sem fólki finnst um að gifta samkynhneigða, eru þá ekki allir sammála um að það eigi að vera kirkjunnar að ákveða hvort hún leggi blessun sína yfir þetta? þarf virkilega að þvinga hana?