Ég er ekki að senda þetta inn sem grein, af því mér er skít sama um hvort ég fæ stig fyrir þetta eða ekki. En djöfull er ég leiður á femínista haturs greinum. Ein smávægileg athugasemd frá femínistum gerir það að verkum að heilar fjórar greinar koma um að femínista tussurnar séu gegnar of langt.
Á eftir þessum greinum fylgir langur listi af: Femínistar eru nasistar!
Femínastir eru bara ljótar tussur sem öfunda þær sem eru fallegar.

Og svo framvegis.

Ég vil að við veltum fyrir okkur. Nú segji ég bara. Veltum fyrir okkur hvers vegna ein smávægileg athugasemd frá femínistafélaginu skapar öll þessi viðbrögð.
Femínistar sögðu ekki: Við skulum banna fegurðarsamkeppnir.
Ég ætla ekki að neita að sumir femínistar myndu vilja það. Ég vil það ekki, en samt er ég femínisti.
Femínistar sögðu bara að þeir vildu ekki að forsætisráðherra væri að óska fegurðarsamkeppnis drottningum til hamingju fyrir hönd þjóðarinnar.
Nú, veltum þessu fyrir okkur.
“Fyrir hönd þjóðarinnar”
Sumsé því var ekki mótmælt að Halldór Ásgríms óskaði Unni Birnu til hamingju. Nei, því var mótmælt að hann gerði það fyrir hönd þjóðarinnar. Þeir sem sögðu “ekki í okkar nafni” og voru hlynntir mótmælum gegn þátttöku og stuðning Íslendinga í Íraksstríðinu ættu að vera sammála því. Sumsé að forsætisráðherra sé hlynntur einhverju sem þjóðin er ekki sammála um.

Í öðru lagi vill ég andmæla því að femínistar séu einhverjar ljótar tussur.

Til að byrja með þá eru konur sem standa fyrir sínu og eru ekki einhverjir hálfvitar sexý.

Þeir femínistar sem ég veit um, eru bara drullufallegar þótt þær séu á móti fegurðarsamkeppnum.

Og af hverju eru allar andfemínista greinarnar skrifaðar af karlmönnum? Hvers vegna taka þeir því svo til sín að einhver geri athugasemd við kvenfegurðar keppni?

Skammist ykkar bara. Þið eruð ekkert jafnréttissinnar. Hefur eitthvað sem þið hafið gert stuðlað að jafnrétti? Síðan hvenær? Eins og það skipti máli hvort þið kallið ykkur femínista eða jafnréttissinna? Eruð þið ekki að berjast fyrir sama jafnrétti?

Er jafnrétti í dag? Nei.
Launamunur er ennþá, og mismunur á öðrum sviðum. Við ættum öll að vinna að betri heim í staðinn fyrir að gera hann verri í staðinn fyrir að kalla femínista nasista. Reynið bara að koma með dæmi um að femínistar séu eitthvað slíkt og ég skal hrekja það um leið. Því öfgafemínismi eins og sumir halda fram að sé útbreiddur er ekki til. Við ættum að byrja að umbera skoðanir minnihlutahópa í staðinn fyrir að uppnefna þá.