Ég veit ekki betur en Bush hafi viðurkennt eigin ábyrgð. Þó hann hafi sagt áður að CIA beri ábyrgð þá viðurkennir hann að hann ber ábyrgð á þeim og hvort hann treysti upplýsingum frá þeim. Ég veit ekki betur en Evrópubúar hafi byrjað á því að drulla yfir Bandaríkjamenn þegar kemur að innrásinni í Írak, svo það kemur manni ekkert á óvart að þeir kasti smá til baka. Það er alveg vitað mál að fyrir hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna þá voru ýmis stjórnvöld/leiðtogar um heim allan sem grunuðu að Saddam Hussein væri með eitthvað slæmt í pokahorninu sem ekki en þá væri komið í ljós, meðal annars margar Evrópuþjóðir. Enda samþykktu Sameinuðu Þjóðirnar að annað hvort fengu þær algjöran aðgang í landinu til þess að rannsaka málið eða það yrðu “alvarlega afleiðingar”. Slíkt þýðir oftast viðskiptabann eða hernaðaraðgerðir, svo það var aðeins einn valmöguleiki eftir í dæminu.
Saddam Hussein hélt svo áfram með sínar mútur og blekkingar til þess að koma í veg fyrir eða fresta aðgerðum í landinu. Sameinuðu Þjóðirnar voru í raun komnar með heimild frá fyrra ákvæðinu til þess að hefja aðgerðir gegn Írak, í raun var engin þörf á seinna ákvæðinu (sem var fellt) nema bara til þess að fá skýrari upplýsingar í hvaða formi aðgerðirnar yrðu. Hver einasti meðlimur í öryggisráðinu samþykkti “alvarlegar aðgerðir” gegn Írak í fyrra ákvæðinu ef hann myndi ekki hlýða (sem varð svo raunin), en svo allt í einu er tekið öfuga stefnu í málinu um leið og Bandaríkjamenn byrja að þrýsta á aðgerðir. Ég held að það sé augljós að meðlimir í öryggisráðinu hafi verið í svipuðum blekkingum og Saddam, þykjast vera að gera eitthvað til þess að fresta málinu. Um helmingar þjóðanna voru í beinum viðskiptum við Saddam Hussein, einnig Sameinuðu Þjóðirnar sjálfar sem fengu prósentu af olíusölunni. Á þetta að vera hæft öryggisráð til þess að taka slíka ákvörðun? Og rjóminn ofan á kökuna er svo að sjálfur sonur Kofi Annans var í beinum tengslum við olíu-spillinguna, það er hneyksli að Annan sé ekki búinn að segja af sér!
Bæði forsætisráðherra- og forseti Íraks tóku á móti Cheney varaforseta með því að kalla hann hetju. Báðir leiðtogarnir voru lýðræðislega kosnir af Írökum. Ef þessi innrás var svona mikið grimmdarverk af hverju eru þá stjórnvöld í Írak ekki búin að óska eftir því að Bandaríkjamenn fari? Hvernig gat Cheney borðað mat með tugum Íraskra hermanna án þess að verða fyrir árás af reiðum einstaklingum sem vilja fá Saddam aftur? Getur verið að þessi innrás var í rauninni ekki jafn hræðileg og við Evrópubúar túlkuðum hana? Mæli með því að þú íhugir þetta. Eins og Bush sagði í gær “fyrir hvert mannslíf sem er fórnað er bjargað mörgum í staðinn” og “fyrir hver mistök er náð árangri á mörgum öðrum sviðum” (ber ekki ábyrgð á þýðingu :P). Þróunin í Írak er jákvæð í heildina þó að hún sé auðvitað erfið og með svarta bletti. Því miður þá eru neikvæðar fréttir vinsælustu fréttirnar, þess vegna er auðvelt að meta ástandið verr en það er í raun og veru.
Írak er langt frá því að vera eitthvað lifandi helvíti eins og frá þeim stuttu myndbrotum sem við sjáum þaðan, ef eitthvað þá var landið nær því undir stjórn Saddams sem ekki hefur verið fjallað nóg um. Á meðan Evrópubúar vilja ekki trúa lágmarkstölunni upp á 300.000 fjöldamorð Saddams þá telja Írösk stjórnvöld og mannréttindasamtök í landinu að talan nái yfir milljónina, 1,3 milljón Írakar eru tilkynntir sem “týndir” eftir valdartíma Saddams. Sú grimmd og þjáning sem hefur verið í Írak í nokkra áratugi er án efa einn af verstu blettum seinustu aldar, það er í sjálfu sér hneyksli að þessi maður náði að vera við völd í 23 ár. Hann sem var dæmdur til dauða í Írak árið 1960. Þið megið mín vegna hata Bandaríkjamenn. En hvernig væri að stíga eitt skref aftur á bak og sjá heildarmyndina þegar kemur að hag Íraka? Sem um daginn voru að kjósa fyrstu hefðbundnu stjórnvöld sem munu starfa næstu 4 árin undir lýðræðislega kosinni stjórnarskrá. Búið er að þjálfa 200.000 Íraska hermenn (fleiri en Bandarískir hermenn í landinu núna) og miða við núverandi þróun ættu Bandamenn að geta farið að mestu úr landinu í byrjun ársins 2007.