Ég er ekki að halda því fram að það sem Ísraelar eru að gera sé rétt. Það hefði e-r fyrir löngu síðan átt að vera búinn að stoppa það sem þeir hafa verið að aðhafast þarna. En stuðningur Bandaríkjana hefur alltaf verið mikill, stjórnvalda helst ekkert endilega almennings. Ísraelar eru held ég með 3 öflugasta herinn í heiminum eftir því sem ég hef heyrt. Þeir hafa margbrotið alþjóða samþykktir t.d. eins og með pyntingar, búsetu á hersetnum svæðum, mannréttinda brot í tonnavís og svo framvegis. En það gerir enginn neitt. Það er eitt af vandamálunum. Mörg vesturlanda-ríki búinn að vera að þögulir þátttakendur í þessu með þeim þótt núna sé farið að gagnrýna þá meira og opinberlega. En kannski er það of seint. 40 ára (u.þ.b.) hefð er ekki hægt að stoppa bara svona alltíeinu bara afþví það heyrast nokkur “skamm, þetta má ekki” frá nokkrum manneskjum. Það sem þarf eru aðgerðir, ekki orð, og vonandi er ekki langt í þær.
En þetta réttlætir engann veginn sjálfsmorðsárásir Palestínumanna. Allar árásir, allar gagnárásir, allar hefndir gera bara vítahringinn minni og minni og erfiðara og losna úr honum. Auðvitað getur maður skilið svona en réttlætir það þær e-ð? Eða getur maður virkilega skilið hvernig er að búa undir svona aðstæðum?
Það sem svona mál þurfa er athygli, svo að fólk gleymi þessu ekki og muni bara eftir þessu einstaka sinnum þegar það les um e-ð tengt málinu í blaðinu eða sér það í fréttunum. “Ó, er ennþá ófriðarástand þarna í ísreal, var nú bra búinn að gleyma því…” Því meiri athygli á atburði því meiri þrýstingur á ALLA að leysa þetta vandmál því eftir því sem heimurinn verður minni og minni þá er þetta ekki lengur bara vandamál “þeirra þarna í Ísreal” eða álíka til að leysa málin. Mundum við sitja róleg með og fylgjast í fréttunum ef t.d. Borgarnes og Akureyri færu í blóðugt stríð til-að útrýma hvort öðru? Ég mundi nú vona að flestir segðu nei. Atburðir sem gerast útí heimi þurfa líka að koma okkur við. Ég vona að Ísland-Palestína haldi nú uppi öflugu starfi til-að minna okkur á þetta, og líka þyrfti að minna fólk á aðra atburði líka. En fólk þarf allvegna að vita að svona löguðu því annarz eru allir bara þögulir þátttakendur í öllum þeim voðaverkum sem hafa verið framin eða muna verða framin. “Mér kemur þetta ekki við” attitúd þarf e-ð að gera við.
Hmm.. held ég sé kominn kannski e-ð útfyrir efnið.. veit ekki.. langt rambl hjá mér..
Ph'nglui mglw'nafh Cthulhu R'lyeh wgah'nagl fhtagn