Hversu lágt leggjast menn eiginlega?
Ég varð alveg ótrúlega hissa og hreint út sagt kjaftstopp í gær, þegar ég fékk símtal
frá vinkonu minni. Hún var að segja mér frá líkamsárás sem hún lenti í á föstudagskvöldinu.
Hún hafði farið í partý í Garðabænum, sem síðan leystist upp eftir afskipti lögreglu. Þá
myndaðist nokkuð stór hópur af krökkum úti á götunni hjá húsinu. Þessi vinkona mín stóð í sínu
mesta sakleysi þarna, þekkti fáa og sagði ekki orð. Þá allt í einu vatt einn strákurinn sér
að henni og öskraði ‘Hey! þú ert Mansonisti!!’ (Þess má geta að þessi stelpa er alls ekki
mansonisti, goth eða nokkuð því líkt, hún er þó rokkari sem um daginn rakaði á sig hanakamb,
því að hana hafði alltaf langað að prófa að hafa svoleiðis) Þessi strákur hrinti henni síðan
í jörðina og byrjaði að sparka ítrekað í höfuðið á henni, og komu tveir vinir hans til að
'hjálpa honum'. Þannig að þetta voru þrír strákar berjandi og sparkandi í liggjandi stelpu!
Ég spyr nú bara, hvert í andskotanum er þetta þjóðfélag eiginlega að stefna?? Þegar saklausar
stelpur sem ekki hafa gert neinum neitt eru lúbarðar fyrir það eitt að vera með öðruvísi
hárgreiðslu?? Og þessir drengir voru ekkert að fara að stoppa, það var ekki fyrr en að kunningjar
stelpunnar náðu að draga þá af henni sem að hún slapp… þetta er bara algjör geðsýki,
það er greinilegt að herramennskan er nánast útdauð nútildags, þegar ‘það er bannað að berja
stelpur’ reglan er greinilega dottin úr gildi.