Ísrael mun ráðast á Íran ef kjarnorkuátælanir þeirra verða að raunveruleika. Það er enginn vafi á því enda lýta þeir á það sem ógn við ríkið sitt, rétt eins og áður fyrr þegar Saddam var með sínar kjarnorkuáætlanir. En þá erum við líklega að tala um loftárásir eins og þeir framkvæmdu í Írak á sínum tíma, en ekki að hernema landið eins og Bandaríkjamenn gerðu í Írak. Ég þori varla að ímynda mér hvernig þróunin hefði orðið ef þeir hefðu ekki stöðvað þessar áætlanir hans á sínum tíma. Eftir fall Baath flokksins í Írak sé ég fyrir mér miklar breytingar í miðausturlöndum á næstu árum. Nú þegar er kominn viss þrýstingur á bæði Sýrland og Íran, svipað og með Írak áður fyrr. Ég tel það ekki vera spurningu um hvort heldur hvenær stjórnvöldum í þessum löndum verði skipt út. Þegar einræðisherrann í N-Kórea lýsti yfir því að vera kominn með kjarnorkuvopn þá óskuðu vesturlönd (líka Evrópulönd) þess að það hefði verið komið í veg fyrir það áður. Af hverju að gera sömu mistök með Íran? Af því að Bandaríkjamenn og Ísraelsmenn eru svona á móti þeim? Eins og staðan er í landinu í dag þá er engan vegin hægt að treysta þeim fyrir þeirri ábyrgð að hafa kjarnorku. Jafnvel þó ríkið sjálft fari ekki í kjarnorkustyrjöld þá er mjög auðvelt að búa til svokallaðar “dirrty bombs” sem hryðjuverkamenn gætu notað, jafnvel án þess að hægt væri að sanna tengslin við Íran. Er slík sprengja verður notuð til að ráðast á Evrópuríki, Bandaríkin eða Ísrael þá get ég lofað ykkur því að við erum að tala um heimstyrjöld og mögulega með kjarnorkuvopnum.
Ég veit að margir hérna eiga erfitt með að trúa því en ég býst við að stuðningur verði meiri í alþjóðasamfélaginu þá en var árið 2003 með Írak. Frelsun Íraks er búin að draga þessi lönd smá í sviðsljósið líka þar sem þau hafa sýnt sitt rétta andlit, sem er alls ekki fallegt. Það er t.d. enginn vafi á því að meirihluti uppreisnarmanna og vopna sem koma til Íraks koma frá Sýrlandi, þar er Baath flokkurinn við völd ásamt því að ættingjar Saddams og menn úr stjórninni hans fluttu þangað og eru að lifa fínu lífi án vandræða þar. Svo með Íran er það náttúrulega yfirlýsingarnar um Ísrael ásamt kjarnorkuáætlun á sama tímabili (tilviljun?). En nú eru þessi ríki með þeim verstu og öfgafyllstu í heiminu, svo ég styð aðgerðir í þeim löndum ef það verða ekki breytingar þar á næstunni. Trúi því líka að Írösk stjórnvöld muni styðja slíkar aðgerðir enda eru þessi ríki að hafa slæm áhrif yfir til Íraks og ógna öryggi þeirra.