Hann neyddist til að berjast þar sem efnahagur nasismans var að hruni kominn. Ekkert heillaði meira en gullforðabúr nágrannalandanna.
Enginn neyðist til að hefja árásarstríð. Hann reyndi að gera Evrópu að “fallegri” heimsálfu með morðum á milljónum. Þú verður að afsaka en ég sé ekki fegurðina í morðum, þegar þetta verður verkfærið hefur sóknin að markmiðinu mistekist.
Að draga greinarmun á milli kommúnisma og nasisma er eins og að greina mun á milli kúks og skíts, þetta eru virkilega líkar stefnur sem snúast um miðstýrt efnahagskerfi og flokksræði/einræði. Munurinn er aðallega í slagorðunum og þjóðernisstefnunni sem fylgir nasisman. Enda hét nasistaflokkurinn fullu nafni Þjóðernissósíalistaflokkurinn, en þú vissir það fyrir.
Hann sendi fólkið sem þú segir að hann hafi elskað eins og sín eigin börn í blóðugt stríð. Ég vona að þú eignist ekki börn.
Ég ætla að benda þér á að Stalín var heldur ekki saklaus af þjóðarmorðum því hann drap “óæskileg” þjóðarbrot eins og gyðinga og sígauna í harðri samkeppni við Hitler. Hann hefur væntanlega viljað gera Sovétríkin að fallegu, heilbrigðu slavnesku landi? Þú ættir nú að geta skilið þann vilja?
Segðu mér annað, fyrir forvitnis sakir. Ef það myndi koma í ljós (við ættfræðirannsókn, genarannsókn eða hvað sem er yfirleitt) að þú værir kannski ekki nema 14/16, eða jafnvel, minni aríi, hvað myndirðu gera?