mbl.is
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, stakk upp á því á leiðtogaráðstefnu múslimaríkja í borginni Mekka í Sádí-Arabíu í dag, að Ísraelsríki yrði fært til Evrópu. Forsetinn lét þau ummæli falla í október síðastliðnum að þurrka ætti Ísrael út af yfirborði jarðar. Forsetinn sagði í dag að ef Vesturlönd vildu bæta fyrir helförina gegn gyðingum ættu þau að bjóða þeim landssvæði í Evrópu sem hægt væri að flytja Ísrael til. Forsetinn gaf í skyn að Evrópuríki hefðu stutt stofnun Ísraelsríkis árið 1948 vegna sektarkenndar út af helför nasista.
„Sum Evrópuríki staðhæfa að á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafi Hitler brennt milljónir gyðinga og sett þá í fangabúðir,“ sagði Ahmadinejad. „Hver sá sagnfræðingur, álitsgjafi eða vísindamaður sem leyfir sér að efast um það er annað hvort fordæmdur eðahonum stungið í fangelsi.“
„Gefum síonistum landssvæði í Evrópu eða Þýskalandi og Austurríki, þannig að þeir geti haft sína ríkisstjórn þar,“ sagði forsetinn. „Þeir sættu óréttlæti í Evrópu, en af hverju þurfa Palestínumenn að þjást vegna þess? Bjóðið þeim landssvæði í Evrópu og við munum styðja þá ákvörðun og ekki ráðast á ísraelsk stjórnvöld.“ Ahmadinejad velti því fyrir sér hvaðan forfeður þeirra sem réðu yfir Jerúsalem væru. Flestir ættu engar rætur að rekja til Palestínu en hefðu þó örlög þess lands í höndum sér og leyfðu sér að drepa Palestínumenn.
Góð hugmynd, og í fyrsta lagi eru þeir Evrópumen.