Hvað getur maður sagt um þessi réttarhöld? Ein stór sýning. Nú hafa allavega tveir látið lífið vegna þeirra, þó Saddam sé fyrrverandi forseti Íraks þá er hann samt sem áður bara ein manneskja. Þá kemur sú spurning, er þetta virkilega þess virði? Þetta snýst fyrst og fremst um einhverja viðurkenningu af Aljþóðasamfélaginu um lög og reglur í Írak, samt er mikill vilji meirihlutans í Írak að Saddam verði lífslátinn óháð því hvort hann verði dæmdur eða ekki af réttarhöldum. Enda er enginn vafi þar í landi að það er langt síðan hann fór yfir mörkin til þess að verða dæmdur til dauða. Er það sættanlegt að fleiri saklausir einstaklingar láti lífið vegna réttarhaldanna? Nú hefur komið í ljós að uppreisnarmenn hafi verið með áætlanir um að skjóta flugskeytum á dómshúsið.
Eru einhverjir í Írak að heimta sanngjörn réttarhöld yfir honum? Saddamistar vilja ekki að hann verði dæmdur saklaus, þeir vilja að forseti Íraks (sem þeir telja hann en þá vera) eigi tafarlaus að verða látinn laus enda sé vald hans það æðsta og að stjórnarskrá landsins (fyrri frá valdartíma Saddams) komi í veg fyrir að hægt sé að kæra hann. Hinir vilja að hann fái refsingu óháð því hvernig farið er að því. Nú var Saddam Hussein dæmdur til dauða í Írak árið 1960, er ekki bara málið að núverandi dómsstólar viðurkenni þennan fyrri dóm?