Gagnauga.is
Myndbandsupptaka sem tekin er upp úr aftursæti bíls á ferð sem var gerð aðgengileg á heimasíðu tileinkaða starfsmönnum málaliðafyrirtækisins Aegis Defence Services og hefur nú verið fjarlægð af heimasíðunni sýnir hvernig skotið er á bíla sem nálgast hann.
Á myndbandinu sést hvernig skotið er á a.m.k. 4 bíla, í einu tilvikinu er skotið á hvíta Mercedes Benz bifreið sem klessir í framhaldinu á leigubifreið sem var ekki á ferð. Farþegar leigubifreiðarinnar hlaupa út úr bílnum en enginn hreyfir sig í Mercedes Benz bifreiðinni. Málaliðar einkafyrirtækja hafa endurtekið verið sakaðir um morð á íröskum borgurum og ofbeldi gegn þeim en ekki liggur ljóst fyrir hverjum þeir eiga að svara til saka og forsvarsmenn málaliðafyrirtækjanna eru tregir til þess að rannsaka þess kyns ásakanir á hendur sér. Breska utanríkisráðuneytið og Aegis Defense Services hafa hafið rannsókn á málinu. Verktakasamningur Aegis Defence Services við ríkistjórn Bandaríkjanna er upp á litlar 220 milljónir punda.
Myndbandið: http://nidurhal.gagnauga.is/aegis.wmv
http://www.telegraph.co.uk/news/main.jhtml?xml=/news/2005/11/27/wirq27.xml
http://www.aegisworld.com/
Hæ