Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum ætla að neyða homma sem handteknir voru á dögunum til að gangast undir hormóna- og sálfræðimeðferð í því skyni að snúa þeim.
26 hommar, heimamenn og útlendingar, voru handteknir í veislu á hóteli í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fyrr í þessum mánuði. Útlendingunum verður vísað úr landi en heimamennirnir verða að fara í hormónameðferð en samkynhneigð er bönnuð með lögum í flestum arabalöndum. Málið hefur vakið hörð viðbrögð á Vesturlöndum. Formælandi bandaríska utanríkisráðuneytisins fordæmdi handtökurnar í gær og hvatti ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til að virða alþjóðalög.
Er þetta eitthvað djók?