en hvernig myndi þetta kerfi ganga upp?
Hugsaðu útí þetta. Vegir verða eign einkaaðila. Sem þýðir að það er ólöglegt fyrir einhvern til að fara inná þessa eign þeirra án þess að borga. Ef það væri ekki ökuriti í bílum, hvað er það sem kemur í veg fyrir að fólk geti svindlað sér inná þessa vegi? Myndi þurfa að vera svona hlið á hverjum stað þar sem vegur tiltekins fyrirtækis byrjar eða endar?
Eini valmöguleikarnir fyrir fólk væru þeir hvort það myndi fá sér bíl eða ekki. Ekki hvort það vill ökurita eða ekki.
Fyrir mér þá er það ákveðin frelsisskerðing í því að mega ekki fara um einhverja vegi, afþví að maður er ekki í “áskrift” eða eitthvað svipað.
Og já, fyrirgefðu að ég skuli alltaf snúa umræðum útí kosti/galla frjálshyggju. kannski dálítið pirrandi :D;)