Af mbl.is
———
Breytingar á lottói
Gerðar hafa verið breytingar á Laugardagslottóinu og Víkingalottóinu hjá Íslenskri getspá, sem hefur starfrækt lottó hér á landi í tæp 15 ár. Nú verður 1. vinningur um eða yfir 3 milljónir i einföldum potti í Laugardagslottóinu og bónusvinningur í Víkingalottóinu hækkar um helming.

Samfara hækkun vinninga mun verð hverrar raðar í Laugardagslottóinu hækka í 75 krónur og í Víkingalottóinu í 35 krónur. Segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá að þessari verðhækkun sé ætlað að fylgja eftir verðlagsþróun í landinu en verð lottóraðar hafi ekki hækkað í sex ár.

———

Og hvað með það þó lottóröðin hafi ekki hækkað í sex ár, réttlætir það 50% hækkun á einu bretti? Nei!

Annað mál er svo með Víkingalottóið sem er í evrum orðið og ætla ég ekki að röfla yfir hækkuninni á því.
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: