Miskabætur fyrir einhvern sem er drepinn fara bæði eftir því hvort það er krafist bóta og hvaða fjárhæðar og hvort fólk hafi einhverja kröfu á bætur. Ef bróðir minn væri t.d. drepinn, þá væri tómt mál fyrir mig að fara fram á bætur vegna þess að ég er ekki háður honum fjárhagslega. Foreldrar okkar gætu farið fram á bætur og búist við að fá eitthvað smá, konan hans gæti fengið meira en er samt fullorðin manneskja sem getur séð fyrir sér sjálf og þess vegna gætu börnin þeirra fengið mest.
Í tilfelli
http://www.haestirettur.is/domar?nr=3553&leit=t var krafist samtals tæplega 21 milljónar í bætur fyrir börn þeirrar látnu og morðinginn samþykkti sjálfur að greiða þessar bætur.
Í hinu tilfellinu sem þú nefnir, þá greiðir hann 12 milljónir í bætur til ekkju og barns.
Það eru ekki það mörg morðmál á Íslandi að það sé auðvelt að finna hliðstæð dæmi. Það er kannski helst fyrir nokkrum árum þegar gaurinn í Keflavík braust inn til að drepa stelpu sem ætlaði að vitna gegn honum í nauðgunarmáli en hún átti engin börn. Hann var á endanum dæmdur til að greiða tæpar 3 millur samtals í bætur til foreldra hennar og sambýlismanns.
Svo er það aftur annað mál hvað fólkið á eftir að sjá af þessum bótum. Bótanefnd ríkisins borgar eitthvað skv.
http://www.althingi.is/lagas/131b/1995069.html en það er þak á því og ég efast um að gaurarnir sem sitja á hrauninu næstu árin eigi eftir að eiga þessar milljónir einhvern tímann sem þeir hafa verið dæmdir til að greiða.