Jú jú, þetta gleymist. Guðmundur Árni sem stóð fyrir þvílíkri einkavinavæðingu sem bæjarstjóri í Hafnarfirði og síðan sem heilbrigðisráðherra þannig að hann varð að segja af sér embætti situr ennþá á alþingi og rífur kjaft. Ég var einmitt að reyna að rifja það upp hvað það var sem fyllti mælinn til þess að hann þurfti að segja af sér en ég bara man það ekki. Íslendingar hafa stutt minni og gerspillta pólitíkusa.
Og var ekki Sverrir Hermanns kosinn á þing eftir að búið var að nappa hann fyrir spillingu? Og Hrannar í bæjarstjórn eftir að hafa verið dæmdur fyrir skattsvik? Það er svei mér þá útlit fyrir það að pólitíkusar verði bara meira spennandi við þetta.