Rosalega erum við strákarnir miklir fávitar....
Allavega hlítur maður að halda það þegar maður skoðar auglýsingar í dag, hafið þið séð 1944 auglýsingarnar ? Þar er e.h. fífl, meira eins og trúður, að reyna að læra að spila golf og gefið í skyn að ef að hann borði meira af 1944 (TV Dinners) þá verði hann fyrr betri spilari. Svo er önnur 1944 aulýsing fyrir stelpurnar, en hún fjallar um ofboðslega upptekna unga konu (sem keyrir á flottum bíl) sem er of sein í allt, sérstaklega bissnesfundi af því að hún borðar ekki nóg af 1944 réttum ! Það er fullt af svona auglýsingum, t.d. þar sem heilalausir karlmenn henda krökkum fram af svölum eða eitthvað álíka gáfulegt, og það er víst varðandi uferðaröryggi ! Svo er ein af þessum óþolandi “áfram stelpur” auglýsing þar sem lítil stelpa talar um hve frábær mamman sé, rík og falleg, ekki minnst á pabba (gæti verið að það sé verið að ná til einstæðu mæðranna og láta þem líða betur ?) Ef við snúum þessum aulýsingum á haus og tala t.d. um að pabbi sé svo ríkur of fallegur, að ég tali nú ekki um svo klár, hver yrðu viðbrögðin ? Það sem ég þoli ekki er hvernig pólitísk rétthugsun (political correctness) er að læða sér inn og búa til e.h. gerfiraunveruleika sem allir eru að samþykkja eins og í sögunni um nýju föt keisarans. Af hveru vera að búa til e.h. gerfiheim svo að sumum líði betur ? Eru það ekki markaðsöflin (sem karlar ráða sem fyrr) sem eru að gera okkur að fíflum og bara til að ná í peninga af okkur ?