Við hvaða lönd viljið þið miða? Af nágrannalöndum okkar veit ég um fjögur þar sem “menntó” lýkur 18 ára, og það er ekki alveg menntó heldur high school (þetta eru Bretland, Kanada, Írland og B.N.A.). Á Norpurlöndunum er skóla yfirleitt lokið 19 ára, og þá tekur oftast herinn við. Í Bandaríkunum er áfengis og tóbakskaupaaldur 21 árs, eitthvað lægri í Kanada og Bretlandseyjum. Á Norðurlöndunum rokkar aldurinn upp og niður. Til dæmis er bjór og tóbak leyft til sölu 18 og eldri í Noregi, sterk vín og borðvín 20 ára. Í Danmörku hins vegar er bjór 15, tóbak 16 og sterkt áfengi 18 (ef ég man rétt). Í B.N.A. þarf að vera 16 til að fá bílpróf, ef ég man rétt.
Nágrannalönd okkar eru of mörg og breytileg til að við getum miðað okkur við þau.