Ég var að skoða blaðið um daginn (man ekki allveg hvaða blað það var en það skiptir eginlega engu máli) og þar rak ég augun í skoðanakönnun, og hún var um áfengisneyslu þjóðarinnar. Í könnuninni var miðað við börn frá 15.ára aldri og uppí 70-80 eða eikkvað solles. Það sem að mér fannst skrýtið var það að þeir miða við 15.ára og uppú en samt má ekki kaupa áfengi fyrr en mar er orðinn 18 eða 21 (ekki allveg viss endilega leiðrétta mig). Það sem að ég var að spá var það afhverju þarf að hafa þessi lög svoleiðis, það veit það hver einasta persóna í landinu að unglingar byrja að drekka þessvegna 12.ára afhverju eru lögin þá svona ? Ég er allveg viss um að alþingismennirnir hafa sjálfir byrjað sumir að drekka ungir að aldri. Þessvegna skil ég ekki afhverju það er verið að hafa aldurinn svona háan til að kaupa áfengi! Sjálfur er ég 16 ára gamall og drekk stundum…og finnst ekkert að því :) Það er minnsti vandi að fá eldri aðila til að fara í ríkið fyrir sig þar sem að þeir voru líka einu sinni 16 ára og vildu drekka bjór.

ÞETTA ER NÁTTÚRULEGA BARA RUGL!
-