Nú er ég búinn að eyða miklum tíma á netinu í það að lesa um þessar endalausu deilur á milli efasemdarmanna ,sem trúa á þróunarakenningu Darwins, og kristinna manna sem trúa sköpunarsögu biblíunnar og líta á kenningar Darwins sem lygar.
Þessir Creationistar geta gengið svo fram að mér að sit bara eftir í hálfgerðu shocki yfir því að fullorðið menntað fólk skuli í alvöru trúa því sem þau eru að segja.
Samkvæmt þessu fólki þá er jörðin 6000 ára gömul og allt sem bendir til einhvers annars(steingervingar eða jarðfræðileg sönnunargögn) er annaðhvort samsæri Darwinista, eða hefur verið plantað af Guði sjálfum til að testa trú manna.
Öll rök sem rýra sannleiksgildi biblíunnar er svarað með þessu hætti.

Nú langar mig bara að vita, eru einhverjir creationistar hér á huga? Væri endilega til í að heyra í ykkur.

Hendi inn tveimur linkum frá sitthvorri hliðinni.
http://talkorigins.org/indexcc/list.html
http://www.carm.org/questions_other.htm