Mbl.is
Spænskur dómstóll fann í dag Sýrlendinginn Imad Eddin Barakat Yarkas sekan um aðild að skipulagningu hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001. Yarkas, sem talinn er vera leiðtogi al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna á Spáni, var dæmdur í 27 ára fangelsi. Alls hafa 24 menn verið ákærðir fyrir að tengjast al-Qaeda á Spáni og voru kveðnir um dómar yfir fjórum þeirra í dag.

Saksóknarar kröfðust þess að Yarkas yrði dæmdur í 74.377 ára fangelsi fyrir aðildina að hryðjuverkaárásunum eða í 25 ára fangelsi fyrir hvern þann 2973 einstakling sem talinn er hafa látið lífið í árásunum á New York og Washington og 12 ár að auki fyrir að vera forvígismaður al-Qaeda.

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1160283

Á ég að trúa því að þessi maður eigi möguleika á því að losna úr fangelsi? 27 ára fangelsi fyrir 2973 mannslíf. Það eru rúmlega 3 dagar í fangelsi fyrir hverja manneskju sem lét lífið.

Það er gefið skít í aðstandendur fórnarlambanna með svona vægum dómi. Núna á hann möguleika á því að losna úr fangelsinu sem gamall maður og njóta ellinnar. Spurning hvort hann drepi aftur þúsundir manna svona rétt áður en hann fer til Allah.