Ekkert hægt að setja út á húsið sjálft sem er alveg glæsilegt.

En hvernig lýst ykkur að það eigi að eyða 12 milljörðum í þetta menningarfyrirbæri? Hvernig lýst ykkur á að laun ykkar fari í að borga fyrir þetta hús?

Miða við mannsafla á vinnumarkaðnum þá ætti skiptingin að vera um 70-80 þúsund krónur að meðaltali á hverja vinnandi manneskju. Þetta er stofnkostnaðurinn. Svo er það um 4000 kr árlega á árunum 2009-2044 vegna rekstrarkostnaðar.

Hversu oft ætli meðalmanneskjan eigi eftir að fara í þetta hús? 1x á ári?

Allt fyrir menninguna. Klöppum stjórnvöldum á bakið fyrir að eyða peningunum okkar í þessa lífsnauðsynlegu menningu, við erum of heimsk til þess að ráðstafa þeim sjálf.