skuggi? samþykktar samfarir?
tekið af
http://www.haestirettur.is/domar?nr=3544 "Stefndi B hafi farið inn í herbergi því að aðeins þar hafi mátt reykja. Stefnandi kveðst einnig hafa farið þangað til þess að reykja. Í herberginu hafi verið einbreitt rúm þar sem hún settist. Stefndi B hafi setið á stól og þau verið að tala saman, en ekkert að kyssast eða þess háttar. B hafi reiðst, tekið um hálsinn á sér og sett hina höndina fyrir munninn. Ekkert vissi hún hvers vegna B hefði reiðst. Stefnandi kveðst hafa sagt að hún væri hætt að sæta ofbeldi. Hún hafi eitt sinn verið í sambúð og sambýlismaðurinn einu sinni barið hana. B hafi aftur tekið sig hálstaki, en sleppt síðan takinu og beðist fyrirgefningar. Við þetta hafi hún orðið hrædd. Næst hafi B skipað sér að fara úr buxunum sem hún hafi gert. Hún hafi áfram verið í jakka, bol og sokkum. Síðan hafi B farið upp á sig og haft við sig samfarir."það þarf ekki að brjótast um eða öskra til þess að manni sé nauðgað. það er einmitt oft mælt með því að hlýða árásarmanninum til þess að komast hjá frekari barsmíðum eða öðru.
hann tók hana hálstaki, það er alveg eins og að hann hefði haft vopn á sér. hann hefur væntanlega verið sterkari en hún og hún óttast hann. auðvitað hlýðir maður einhverjum sem er nógu sterkur til þess að kyrkja mann.
frekar að vera nauðgað en deyja…
"Þegar stefnandi var beðin um að lýsa hvað hefði gerst næst kvað hún eins og þetta hefði átt að ganga hringinn, totta einn og annar upp á sig og svo koll af kolli. Stefnandi taldi að tveir stefndu hefðu haft við sig samfarir. Stefnandi taldi að eitthvert hvísl hefði verið í herberginu en hún hefði bara lokað augunum. Hugsunin hjá sér hefði verið sú að streitast ekki á móti en hún hefði verið nýbúin að sjá þátt þar sem það hefði komið fram. Hún hafi verið dofin og hrædd og hugsað um það að halda lífi. Hún hefði reynt að leyna því að hún væri hrædd. Stefnandi kvaðst kannast við það að nei ætti að þýða nei þegar um hættu á nauðgun væri að ræða en verið lömuð af ótta. Hún hafi haft áhyggjur af dóttur sinni og fermingu hennar."