Flestir lýta á Al-Qaeda sem óvini Bandaríkjanna og vesturlanda almennt. En þessi samtök virðast ekki draga mörkin við neina, allir múslimar sem eru “svikarar” eru réttdræpir alveg eins og vesturlandabúar. Írakar sem eru nú loksins frjálsir frá kúgun Saddams Hussein þurfa að lifa við árásir þessara samtaka.

Meirihluti múslima virðast vera á móti þessum samtökum og hryðjuverkum almennt. Meira að segja í Palestínu er meirihlutinn á móti hryðjuverkum í Ísrael. Það er það sem heldur voninni um að þetta endi ekki í trúarbragðastríði, hryðjuverk þeirra í löndum eins og Írak munu vonandi hvetja múslima til þess að standa með vesturlöndum í baráttunni gegn þessum samtökum sem eru á móti öllum sem fara ekki eftir þeirra málstað.

Að minnsta kosti 160 manns fórust og 570 særðust í 12 sprengjuárásum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda lýstu öllum árásunum á hendur sér í yfirlýsingu sem birtist á netsíðu í dag. Segir í yfirlýsingunni að árásirnar séu hefnd fyrir árásina á uppreisnarmenn í borginni Tel Afar, sem hófst um helgina.

Fyrsta árásin sem gerð var í morgun var sú mannskæðasta, en að minnsta kosti 112 manns fórust og yfir 200 særðust í henni. Árásarmaðurinn ók bíl að hópi manna, sem höfðu safnast saman í þeirri von að fá daglaunavinnu, og sprengdi síðan bílinn í loft upp.

Á næstu klukkutímum fylgdu að minnsta kosti 11 árásir í kjölfarið sem kostuðu að minnsta kosti 48 manns lífið. Að auki voru 17 menn teknir af lífi í þorpi norður af Bagdad í morgun.

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1158433