Alveg ótrúlegt hvað við erum heppin með það að íslendingar á hamfarasvæðum sleppi skaðlaust frá þeim. Heppni eða örlög? Það er nú spurningin.
______________________________________________

Mbl.is…

Lilja Ólafsdóttir Hans, sem búsett er í Gulfport í Mississippi í Bandaríkjunum og saknað hefur verið frá því fellibylurinn Katrín gekk yfir Louisiana og nálæg fylki, er óhult og ómeidd. Þetta fékkst staðfest seint í gærkvöld og var fjölskyldu hennar á Íslandi gríðarlega létt. Hús hennar slapp að mestu við skemmdir en þar hafði hún haldið sig allt frá hamförunum. Sambandsleysi var hins vegar viðvarandi og því var allt í óvissu um afdrif hennar.

Fjölskyldu hennar tókst að komast í samband við Halldór Gunnarsson sem býr í nágrenninu og fór hann heim til Lilju og færði gleðifréttirnar til Íslands kl. 23 í gærkvöldi. Hún er vel birg af vistum og kemst að líkindum í samband við fjölskyldu sína eftir um tvo daga.