Hérna koma nokkrar auðveldar og fljótlegar aðferðir til að verða leiðindarpúki:

Syngdu hástöfum með þegar þú ferð í óperuna eða tónleika.

Biddu um aukasæti á veitingarhúsi fyrir ímyndaða vininn þinn.

Endaðu aldrei setningu, láttu fólk altaf halda að það sé meira að koma.

Ekki mynda augnsamband við fólk.

Ekki slíta augnsambandi við fólk.

Taktu fyrir eyrun á þér þegar þú nennir ekki að tala meira við einhvern.

Vertu sífellt með frasa á takteinum… “alltaf í boltanum?” “ókídókí sör”… “innan gæsalappa” og gerðu merki með vísifingri og löngutöng beggja handa. “Með hliðsjón af og me tilliti til” .. o.s.fr.

Ef þú sérð að einhver er að reyna að telja, reyndu þá að trufla viðkomandi með því að raula tölur af handahófi… 15,88, 876,24, o.s.fr.

Reyndu að panta þér tíma hjá lækni eða einhverju álíka 31. september.

Bjóddu fjölda manns með þe´r í partý heima hjá öðrum.

Borgaðu með klinki á veitingarhúsinu.

Lestu yfir öxlina á einhverjum og tautaðu fyrir þe´r fyrirsagnirnar.

Spurðu fólk hvers kyns það sé.

Láttu útijólaljósin loga fram í September.

Og að lokum, skemmtilegt hobbý: Sittu á gangstéttinni fyrir framan húsið þitt og beindu hárþurrku að bílum sem keyra framhjá og athugaðu hvort einhver hægir á sér.

Nú ætti ekki að vera neitt mál fyrir okkur öll að verða leiðinleg =)