Það er spurning sem ég hef margoft spurt mig að. Ég hef komist að niðurstöðu, og sú niðurstaða er já.
Áfengi hefur áhrif á hjartað og lifrina og dregur um milljón manns á ári til dauða. Og þá er ég að tala um að það er milljón sem dregst til dauða, bara í Rússlandi.
Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá finnst mér áfengi vera ógeðslegt. Og fólk sem er blindfullt er líka mjög ógeðslegt.
pabbi minn ólst upp í hverfi á Akureyri sem er kallað “innbærinn”. Á þeim tíma (hann er fæddur 1950) bjuggu þar eintómir drykkjurútar og konuberjarar. Svona 90% kvenna og barna voru lúbarin af blindfullum heimilisfeðrum.
Afi minn (pabbi pabba míns) er óvirkur alkóhólisti, og þessi viðbjóðslegi sjúkdómur gekk frá afa mínum til föður míns. Ég vona svo sannarlega að hann hafi ekki borist til mín eða systkinna minna, því að ég hef mikla óbeit á áfengi og það þyrfti að snjóa í Helvíti og svín þyrftu að fljúga, áður en ég myndi svo mikið sem íhuga að snerta áfengi.
Ef ég mætti velja hvort að yrði löglegt áfengi og sígarettur, eða e-pillur og hass, þá myndi ég, án þess að hugsa mig um tvisvar, velja e-pillur og hass.
Ef ég ræði um þetta við þá sem ég þekki, þá er alltaf sagt: “Áfengi yrði þá bara gert í heimahúsum”. Eru ekki eiturlyf gerð í heimahúsum? Jú, var svarið síðast þegar ég vissi.
Þá hef ég komið mínu á framfæri, og segi að lokum: NIÐUR MEÐ ÁFENGI!!!!