- í tíð Reykjavíkurlista segja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn gagnrýndu Reykjavíkurlistann harkalega fyrir að hafa misst tök á stjórn fjármála borgarinnar og nota vafasama framsetningu til að bregða upp glansmynd af rekstri borgarinnar sem endurspeglist ekki í raunveruleikanum.
Á kynningarfundi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í dag sagði Inga Jóna Þórðardóttir að skuldaaukning Reykjavíkurborgar á undanförnum árum væri langt umfram skuldaaukningu annarra sveitarfélaga. Hún sagði það sláandi að fylgjast með þróun undanfarinna ára. Skuldir Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar hefðu aukist úr 3,7 milljörðum króna 1993 í áætlaða 26,9 milljarða króna á þessu ári miðað við fast verðlag í lok síðasta árs. “Skuldir Reykjavíkurborgar hafa aukist um átta milljónir króna dag hvern frá því Reykjavíkurlistinn tók við eða um 2,9 milljarða króna á ári hveru.”
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu sérstaklega það sem þau kalla fjáraustur borgarinnar í Línu.net. “Ársreikingarnir gefa mynd af því að borgarfulltrúar séu að standa í athafnarekstri sem hingað til hefur ekki átt sér stað og kjörnir fulltrúar eiga ekki að stunda”, sagði Inga Jóna og bætti við að slíkt ætti allra síst að gera með fjármuni almennings sem væru látnir greiða fyrir fjárfestingu í fyrirtæki sem krefðist stöðugt meiri fjárframlaga frá borginni. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks gerðu athugasemdir við með hvaða hætti Reykjavíkurborg hefði lagt fé í Línu.net á undanförnum mánuðum. Keypt hefðu verið hlutabréf á margföldu nafnvirði, að sögn fulltrúa Reykjavíkurlista til að fjárframlag Reykjavíkurborgar til fyrirtækisins endurspeglaði markasverð fyrirtækisins. Miðað við að keypt var á tíföldu nafnverði í desember síðast liðnum en einungis fimmföldu nafnverði nú í byrjun júní mætti því líta svo á að fulltrúar Reykjavíkurlistans væru að viðurkenna mikið verðhrun fyrirtækisins.
- - - -
Ég er ekki sjálfstæðismaður en mér finnst samt að þetta gangi ekki, Reykjavíkurlistinn er ekki að valda því að stjórna Reykjavík.
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: