“Japanir vilja að fallið verði frá banni við hvalveiðum í því skyni að vernda dvínandi fiskistofna. Þeir munu leggja þetta til á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins sem haldinn verður í London 23.-27. júlí, samkvæmt því sem fram kemur í breska vikublaðinu New Scientist.
Í blaðinu kemur fram að Japanir telji vísindalega sannað að hvalir éti meira af fiski en áður var talið, ekki einungis svif í sjónum. Þessi niðurstaða kemur eftir rannsóknir japanskra vísindamanna á 43 hvölum, skorureið og búrhval, sem þeir veiddu í vísindaskyni í norðvestur-Kyrrahafi í fyrra. Fram kom að um 70% af því sem var í maga skorureiðar væri ansjósa.
„Þær tegundir sem hvalurinn étur eru mikilvægar fisktegundir fyrir Japani,” segir Joji Morishita, áhrifamaður innan japanska sjávarútvegsráðuneytisins og meðlimur í Alþjóðahvalveiðiráðinu, við New Scientist. “Þeir sem eru á móti hvalveiðum segja að hvalir éti aðeins átu og smokkfisk, en við getum afsannað það.”
Japönsku vísindamennirnir segja að hvalir geti étið milli 250 og 440 milljónir tonna af fiski á ári, sem er þrisvar til fimm sinnum meira en allur fiskiskipafloti heimsins veiðir árlega.
Japanir hafa veitt hvali í vísindaskyni undanfarin ár þrátt fyrir bann Alþjóðahvalveiðiráðsins. Hvalkjöt er mjög vinsæll matur í Japan."
Ég held að við verðum að fara að krefjast þess að fara að fá að veiða hvali aftur. <br><br>——————————
Never underestimate the power of denial!
kv.