Ég fór aðeins að spá í þessu Illuminati-dæmi og mér finnst þetta nú bara vera afsökun sem fólk getur gripið í fyrir leti og framtaksleysi, rétt eins og örlagatrúin. Gæti það verið vitleysa? Hvað er að því ef svo er?
Ok fólk má alveg trúa því sem það vill, trúfrelsi á Íslandi og svona, en ég veit ekkert hvort það geri fólk hamingjusamt að halda að öllu sé stjórnað af einhverjum æðri máttarvöldum og maður geti ekkert gert (eins og Illuminati-trúin og örlagatrúin virðast vera). Finnst mér þó Illuminati-trú skárri kostur ef fólk þarf nauðsynlega að finna sér afsökun því hún er ekki líka afsökun fyrir mistökum eins og örlagatrúin.