,,Já gallinn á ríkinu er svifting frelsis.´´
Nei, svipting frelsis er einmitt ástæðan fyrir því að menn mynda með sér hópa og þar með ríki. Hins vegar hefur ríkið tekið sér of mikið vald, vald sem hún ætti ekki fyrir nokkurn mun að hafa.
,,Samvinna er svipting frelsis´´
Ekki rétt, hægt er að gangast undir samvinnu, t.d. vegna viðskipta, af fúsum og frjálsum vilja. Þá er enginn sviptur frelsi.
,, …en samvinna er stærsti kostur mannsins. Afhverju ekki að nýta sér hann?´´
Samvinna er best nýtt með frjálsum viðskiptum landa, fyrirtækja og einstaklinga á milli. Þannig hjálpast allir að þó þeir séu hugsanlega einungis að reyna að bæta eigin hag.
,,að halda að maður sé algjörlega frjáls maður og lifi nálægt öðru fólki er heimska.´´
Sammála þér þar, enda var ég aldrei að segja það. Ég sagði aldrei að einstaklingar ættu ekki að vera verndaðir fyrir ágangi annarra. Að beita mann ofbeldi er vanvirðing á rétti hans til að vera í friði alveg eins og skattheimta er vanvirðing á rétti þess einstaklings til að nýta fjármuni sína með þeim hætti sem hann kýs.
,,Frelsisvipting eru lög, lög skapa öryggi (ég er ekki endilega að tala um jákvætt öryggi) ef þeim er framfylgt, öryggi gerir borg og aðra samvinnu manna mögulega.´´
Farðu varlega í að tala um lög, lög eru oft ósangjörn sbr. bann við giftingum samkynhneigðra, bann við ættleiðingu samkynhneigðra, tollalög og bann við áfengisauglýsingum. Að öllu jöfnu ættu lög að vernda einstaklinga fyrir hvor öðrum og skýra réttarstöðu þeirra gagnvart hvorum öðrum, því miður hefur markmið laga verið afbakað í gegnum tíðina og er nú svo komið að lög eru oft notuð í óæskilegum tilgangi. Áttaðu þig samt sem áður á því að ég er alls ekki á móti lögum sem slíkum, hins vegar er það svo að lög og lagasetning er misnotuð.
,,Það eru lög. Afhverju eru lög? Til að skapa öryggi, til að gera samfélag (samvinnu) mögulega. Til hvers að vera í samvinnu?´´
Þetta er hálf undarleg pæling. Mannskepnan var löngu farinn að leggja stund á samvinnu þó ekki væri til neitt ríkisvald. Og hún gerir það enn í dag þó ekki komi til neitt ríkisvald. Þú talar eins og eina samvinnan sem getur átt sér stað fari í gegnum ríkið. Þetta er einfaldlega rangt og reyndar kemur ríkið oft í veg fyrir hagkvæma samvinnu einstaklinga á milli með brölti sínu.
,,Samvinna er mesti styrkleiki mannsins, mönnum sem vinna ekki saman er einfaldlega útrymt af þeim sem vinna saman, það er í raun ekkert annað í boði, eftirsókn eftir plássi á jörðini er gýfurleg, hinir sterkustu fá svæðið og lifa af.´´
Þessi pæling er öll mjög vafasöm. Auðvitað er pláss fyrir einstaklinga sem vilja ekkert með annað fólk hafa. Þeir eru samt sem áður mjög úrelt fyrirbæri og flestir skynsamir einstaklingar sjá sér hag í að nýta sér hæfileika annarra.
,,Samvinna verður að hafa afrakstur, annars er hún tilgangslaus.´´
Jamm, og skattar gera það einmitt að verkum að samvinna einstaklinga á markaði skilar minni afrakstri og kemur þar með í veg eða minnkar hvata til samvinnu.
,,samfélag er hópur fólks sem vinnur saman að því að fullnægja þörfum einstaklinga í hópnum´´
T.d. fyrirtæki þá? Er það samfélag?
,,Til dæmis vegir, skólpkerfi, þróun vísinda. ´´
Þetta eru allt hlutir sem einkafyrirtæki geta séð um eða þá einstaklingar í samvinnu við hvorn annan sem standa utan ríkisins. Hins vegar hefðirðu getað nefnt t.d. löggæslu, dómstóla og landvarnir.
,,Munur á kapítalisma og sósíalisma er sá að í kapítalisma eru “skattarnir” í formi borgunar til einka-aðila en í sósíalisma eru skattarnir borgun til miðstýrðs ríkis, þú munt alltaf þurfa að borga skatta, hvort sem þeir eru í formi peninga til ríkis eða einkaðila eða einfaldlega vinna á akrinum.´´
En helsti munurinn á þessu tvennu, ríki og fyrirtækjum, er sá að fyrirtæki neyða þig ekki til að versla við sig með handafli og fyrirtæki leitast við að uppfylla þarfir kúnna sinna til að laða til sín sem flesta auk þess að græða sem mest fyrir sjálfa sig og þar með vinna vinnuna á sem hagkvæmastan hátt. Þannig nýtast allir framleiðsluþættir betur og til verður hagvöxtur og lífsgæði batna almennt. Samkvæmt úttekt hagfræðings kosta ríkisframkvæmdir “samfélagið” 2 svar sinnum meira en upphæðin sem ríkið greiðir þar sem skattar hafa svo letjandi áhrif á hagkerfið.
,,Kosturinn við sósíalisma er sá að í honum er stefna samfélagsins alltaf í eina átt og er öflugri´´
Já þú meinar sem sagt að það eru ekki til einstaklingar heldur bara heims hjörð sem flýtur eftir vilja valdhafana, ræður engu um sína hagi og gerir allt sem ríkið vill að það geri. T.d. í hinu íslenska menntakerfi þar sem allir þurfa að læra það sama upp að 16 ára aldri og hafa ekkert um það að segja.
,,leggur saman afl og stýrir því svo saman og notar það í þágu síns sjálfs´´
Hvernig getur ríki samsett af 100.000.000 manns uppfyllt einstakar þarfir hvers og eins þannig að allir eru fullkomlega ánægðir? Sérstaklega þó sé það haft í huga að allir glíma við skortinn svokallaða þ.e. það eru ekki til næg gæði til að uppfylla allar okkar þarfir. Hvernig getur ríki samsett af 300.000 manns tekið tillit til minnstu þarfa hvers einasta einstaklings? Er þessi með kvef? Er þessi örvhentur? Eða myndi ríkið ekki bara láta það sama gilda fyrir alla, steypa alla í sama mót? Þeim sem passa ekki í það verður hent í fangavinnubúðir upp á öræfum.
,,Ef stjórnin er góð eyðir hún kerfisbundið vandamálum sem vinna samfélaginu mein, þá verður samfélagið sterkara, meira afl.´´
Ríki sem hafa búið við svokallað sameignarskipulag hafa miklu frekar búið til vandamál en leyst þau, auk þess sem sameignarskipulag út af fyrir sig er vandamál.
,,Helsti galli kapítalismans er að aflið er ekki nýtt nógu vel.´´
Þetta er náttúrulega bara hlægilegt. Fyrirtæki fara mun betur með framleiðsluþætti en ríkið nokkurn tímann. Það sést best á því með því að skoða vísitölur um frelsi frá t.d. Heritage Institute eða Frasier Institute. Ríki sem eru frjáls eru í allt öðrum klassa yfir lífsgæði en þau sem búa við sósíalisma.
,,Fáir aðilar gera aflið óvirkt í formi mikils lúxus og peningageymslna´´
Fjármagn til fjárfestinga er grundvöllur betri lífsgæða. Sé það ekki til staðar, sbr. haftaárin á Íslandi og tímar Dönsku einokunarverslunarinnar, standa lífsgæði í stað eða fer aftur.
,,Galli kapítalismans kemur líka fram í ólýðræðislegu sósíalistaríki, þar sem ríkið safnar bara upp auð og eyðir í lúxus og rugl (of stór vopnageymsla og geimkapphlaup eru dæmi um rugl), það er ástæðan fyrir því að Sovétríkin gengu aldrei upp, fólkið fékk ekki að nota aflið á sjálft sig (sem mér finnst lágmarksfrelsi, þar sem fólkið býr til aflið).´´
Vá þér tókst að snúa öllu á haus. Býsna vel af sér vikið. Loka setningin þín segir allt um frjálshyggju sem segja þarf, þ.e.a.s. ef “aflið” þitt svokallaða er framtak einstaklinganna þá lýsir það frjálshyggju fullkomlega. Kannski ertu bara frjálshyggjumaður án þess að vita af því.?
,,Nú muntu eflaust benda á Bandaríkin og nefna að þau séu djúpblátt kapítalistaríki sem sé það sterkasta á jörðinni. En ef við tökum ýktasta kapítalisma sem hægt er að hugsa sér og ýktasta sósíalisma sem hægt er að hugsa sér og drögum línu á milli stefnanna, þá væri “kapítalismi” Bandaríkjanna sennilegast mjög nálægt miðju.´´
Haha snilld, ég var einmitt að fara að benda á að BNA er ekki kapitalistaríki þegar ég sá að þú hafðir gert það sjálfur. Skil samt ekki alveg punktinn með þessu. Er einhver?
,,Samfélög framleiða alltaf afl. Ef aflið er notað í endalaust frelsi þá verður samfélagið veikt og því er útrýmt af öðru samfélagi.´´
HA? Hvað ertu að tala um drengur? Fórstu á námskeið í að rugla eða fæddistu bara svona? Frelsi býr til hvata fyrir einstaklinga til að sína hugvit og framtakssemi. Skattar og mikið regluverk ríkisins aftur á móti draga úr þessum hvötum einstaklinga.
,,Já framfarir mannsins, þær byggast á minni mannstofnins. Sem er mjög mikið og gott samstarfsverkefni, án einhvers konar samfélags hefði það verið ómögulegt. Á meðan spekingarnir spekúlera er einhver annar að vinna á akrinum.´´
Bíddu bíddu bíddu, hér ertu einmitt að tala um verkaskiptingu líka þeirri sem Adam Smith setur fram í bók sinni The Wealth of Nations, auðlegð þjóðanna. Menn einbeita sér að því sem þeir eru bestir í og kaupa svo þjónustu annarra einstaklinga sem gera slíkt hið sama og þannig verða mest lífsgæði.
,,Í kapítalisma eru spekingarnir synir ríkra manna en í sósíalisma eru spekingarnir einhverjir útnefndir, rökrétt er náttúrulega að velja þá bestu og það er venjulegast gert, betra að velja þá bestu heldur en veðja á afkomendur ríka fólksins.´´
Þetta er ekki heldur rétt. Fyrirtæki leitast við að ráða til sín hæfustu einstaklingana. Í sósíalisma þar sem ríkið er allt, nýta menn völd sín til að koma skyldmennum að og í ýmsu öðru framapoti. Frjálshyggja verður til þess að fyrirtæki ráða til sín þá einstaklinga sem þau telja hæfasta því þau hafa ekki efni á öðru. Séu þau að ráða einhverja fávita í mikilvægar stöður af þeim sökum einum að viðkomandi er sonur þessa eða hins bitnar það mjög á hagnaði fyrirtækisins sem er einmitt helsti hvatinn gegn slíkum ákvörðunum. Frjálshyggja meira að segja kemur í veg fyrir kynþáttahatur þar sem eini liturinn sem skiptir máli fyrir fyrirtæki er litur peninganna.
Sósíalismi ýtir undir hagsmunatengsl og framapot fyrir ættingja og vini. Þessu til stuðnings má nefna að einungis 10% af háttsettum stjórnendum í BNA eru úr ríkri eða valdamikilli fjölskyldu. Í hinu sósíalíska Þýskalandi er þetta hlutfall 25% og í hinu gríðarlega sósíalíska landi Frakklandi er þetta hlutfall um 50%. Segir ýmislegt.
,,Já öryrkjar, þeir eru soldið undarlegt mál. Rökrétt er að láta þá deyja út´´
Sjáðu t.d. þetta er eitthvað sem frjálshyggjumenn myndu aldrei láta út úr sér. Við leitumst við að hjálpa þessu fólki að eiga í sig og á með frjálsum framlögum. Það er nú bara ógeðslegt að láta orð falla lík þeim sem þú gerðir.
,,en um leið og þeir eru orðnir uppalendur eru þeir að gera hluti í þágu samfélagsins´´
Þú talar líkt og Benito Mussolini stuttu eftir að hann komst til valda og hvatti alla til að eignast börn sem yrðu framtíðar hermenn Ítalíu. Það er ógeðslegt að tala svona. Þú ert að tala um manneskjur með tilfinningar, sjálfstæðan vilja og rökhugsun en ekki illgresi.
,,Ég veit í raun ekki afhverju við erum að halda í þessa öryrkja, sennilegast útaf vorkunn, sem er partur af manninum, drottnara dýranna. Við hljótum að hafa grætt eitthvað á henni, annars væri hún ekki þarna (ég veit að þetta er rökvilla fyrir þér ef þú treystir ekki Darwin).´´
OJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJ…. hvers konar maður ertu? Djöfull hlýturðu að vera klikkaður í hausnum. Ojj, þú gætir pottþétt látið vaða svona eins og Stalín já eða Hitler ef út í það er farið. Ég meina hann trúði því að Gyðingar væru verra fólk og ákvað því að útrýma þeim. Viltu ekki bara henda öryrkjum í klefa? Og svo segirðu “ ég skil ekki af hverju við erum að halda í þá” líkt og við hefðum eitthvað helvítis vald yfir því hvort þau lifi eða deyji. Hver í fjandanum gerði þig að drottnara alheimsins. Líf fólks er það mikilvægasta sem þau hafa, þú getur ekki bara tekið það af þeim vegna einhverra “annmarka” sem þú kannt að sjá á þeim.