Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Ég var að koma heim fyrir nokkrum dögum úr stuttu fríi og mér hefur aldrei fundist eins mikið að ég væri að koma á e.h. afdalaflugvöll eins og nú. Þegar maður kemur inn eru engin skilti sem segja hvert maður fer til að sækja farangurinn, en það var að vísu e.h. kona í einkennisbúning sem varnaði fólki að fara á flæking annað, sennilega að það hefur skeð áður ! Þegar maður hefur svo sótt farangurinn og fer í Tollhliðið er eitthvað óttalega sveitarlegt lið í flíspeysum upp í háls (hvar annarsstaðr sér maður svona ?) sem bíður þar, eru þetta Tollverðir ? Svo kemur maður út og það sem vakti fyrst athygli mína var ungur svertingi í kuldagalla sitjandi í hjólastól. Fyrst hélt ég að þetta væri fatlaður ferðamaður, en hann var víst starfsmaður flugvallarins sem var að bíða eftir verkefni ! Ég hef ekkert á móti svörtu (má segja það ?) starfsfólki en ég hef séð þarna áður nokkra unga starfsmenn þarna, og þeir hvítu voru ekkert fagmannlegri, litu út eins og e.h. gengi, ekkert sem sagði ókunnugum að þetta væru starfsmenn til þjónustu reiðibúnir. Ég segi bara sem Íslendingu, þetta ófagmannlega “front” er ekki það sem ég vil að útlendingar sjái fyrst þegar þeir koma í Flugstöð Leifs Eríkssonar. En þetta virðist vera orðið normið hér á Íslandi, engin fagmannlegur “standard” í neinu, nema ef vera skyldi hjá starfsmönnum verðbréfadeilda bankanna.(Smá kaldhæðni hér) Það er kannski best að fá Pólverja í þetta líka og senda Íslendingana heim og setja þá á öryrkjalistana, líður þeim ekki best þar.