Borgarastyrjöld? Áttu ekki allir að vera svo kúgaðir.
Já ef þú leysir upp einræði í landi með mörgum ólíkum hópum af fólki, þá getur komið upp borgarastyrjöld mjög auðveldlega ef það eru ekki erlend öfl til þess að halda stöðuleikanum.
Dæmið hefði líklega aðeins gengið upp ef að Sameinuðu Þjóðirnar hefðu sent þangað lið eftir uppreisnina, og á endanum hefði heildarmyndin ekki verið mikið betri eða öðruvísi en eftir frelsunina frá Bandaríkjamönnum.
Auðvitað eru Bandaríkjamenn að hugsa um eigin hagsmuni. Ég skal viðurkenna að það er ástæðan af hverju peningar eru frekar að fara til miðausturlanda en Afríku. En í rauninni ekki slæmt, þar sem hagsmunir Íraka eru á svipuðum nótum og Bandaríkjamanna. Heldur þú að Írakar séu á móti lýðræði og olíusölu ?
Óstöðugleikinn í miðausturlöndum hefur verið að ógna hinum frjálsa heimi, vilt þú virkilega að það sé haldið áfram í tilgangslausum samningarviðræðum að hætti Sameinuðu Þjóðanna ? Lýðræðisþróun í miðausturlöndum mun gagnast íbúum þar og öllum íbúum heimsins á endanum…. En frelsun Íraks er strax byrjuð að hafa áhrif á lýðræðisþróunina í þessum hluta heimsins eins og þú hefur örugglega tekið eftir nýlega í fjölmiðlum.