Bobby Fischer gagnrýni
Persónulega þekki ég ekki Bobby Fischer, né hef neinn áhuga á því. En þegar maður horfi á þessa umfjöllun um að hann fái íslenska ríkisborgararétt, þá finnst mér að einhverstaðar var farið yfir strikið, þrátt fyrir að þetta var einnig gert að mannúðarástæðum. Er það ný stefna í innflytjandamálum á Íslandi, að allir þeir sem eru “frægir” eða fá mikla umfjöllun og 1 sinni heimsótt ísland, fá sjálfkrafa íslenskan ríkisborgararétt? sérstaklega ef þeir sitja í fangelsi? Maður fer næstum því að halda að Ísland verði að “Sviss fræga fólksins” sem hafa verið sendir í fangelsi! Og hvað með allt annað fólk sem sækir um íslenskan ríkisborgararétt? eiga þeir að bíða í mörg ár, og kunna íslensku á meðan Bobby Fischer þurfti ekki að upfylla nein slík skilyrði. Þessi maður fengi aldrei vinnu á íslandi, nema út af sínu nafni í skákheiminum. Bobby Fischer getur þakkað fjölmiðlum á Íslandi fyrir að hann sé laus úr fangelsi og kominn með íslenskt ríkisfang. En núna þegar hann er “íslendingur” þá gæti mér ekki verið meira sama, hvað hann mun gera af sér. Hef hann fær ekki vinnu út af nafninu þá fær hann örugglega að vinna við að afgreiða í Bónus eða einhverstaðar hehe.