Mbl.is…
Brynhildur Flóvenz, lögfræðingur og stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands, sagði í fréttum Útvarpsins að ummæli Bobbys Fischers um gyðinga kunni vera brot á hegningarlögum. Það sé íslenskra yfirvalda að saksækja fyrir brot af þessu tagi og það hafi verið gert, til dæmis vegna ummæla Íslendings um blökkumenn í DV fyrir nokkrum árum.
Við erum greinilega mjög langt frá því að hafa raunverulegt frelsi hér á Íslandi ef það er lögbrot að tjá sig um “rangar” skoðanir. Ég er alls ekki að segja að ég sé sammála Fischer í þessum málum, en hann ætti að hafa frelsi til þess að tjá sig eins og allir aðrir. Það skilar engum árangri að banna þetta, og getur jafnvel haft öfug áhrif. Þegar við bönnum vissar skoðanir þá aukum við líkur á uppreisn fólks sem ýtir þeim út í eitthvað verra en að tjá sig um málið. Við eigum að fagna því að fólk komi með fordóma sína í fjölmiðla, skoðanir og umræður eru alltaf af hinu góða. Í stað þess að fangelsa fólk fyrir “rangar” skoðanir eigum við að taka þátt í umræðunni og koma með rök fyrir því af hverju einstaklingurinn hefur rangt fyrir sér.
Hvað er fólk hrætt við ? Að íslenskir skákmenn geri hryðjuverkaárás á Ísrael ? Á meðan við gerum undantekningar á frelsi eins og tjáningarfrelsi, þá er alltaf sú hætta á því að við missum það dýrmæta frelsi.