Ég verð að segja það, að ég gæti ekki verið meira sammála því að flytja amk. flugdeild Landhelgisgæslunar suður til Keflavíkurflugvallar. Þar eru frábærar aðstæður og þar er nóg af kunnáttufólki.
Einnig væri í lagi að senda skipaflotann suður, því þar eru mjög góðar hafnir og gott aðgengi að hafnarsvæðum, þannig áhfnir geta verið tilbúnar miklu fyrr.
Þetta ætti að gera um leið og endurnýjun flotans mun eiga sér stað, því þá verður tvöföldun Reykjanesbrautarinnar lokið.
Nýlega endurgert flugskýli Bandaríkjahers væri vel nýtanlegt undir Gæzluna, því eins og allir vita hafa umsvif Flughersins minnkað talsvert hérlendis.
Nú, Njarðvíkurslippur státar einnig besta slipp landsins, með yfirbyggðu slippsvæði að hluta til.
Þannig ég segi: Eftir hverju erum vér að bíða? Flytjum Gæzluna suður með sjó!