Erlend kona á sjötugsaldri var handtekin í Leifsstöð á laugardaginn eftir að tæpt kíló af kókaíni fannst í hárkollu sem hún var með. Talið er að konan hafi verið svonefnt burðardýr, og hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. apríl.
Við leit á konunni kviknaði grunur um að hún væri með ólögleg efni á sér, og við nánari athugun kom í ljós að hárkolla var saumuð á hana og kókaínið falið þar.
RÚV greindi frá þessu í kvöldfréttum klukkan 18.
Okey það væri kanski í lagi ef það hefði verði kona á 30 aldri enh 70 ú