Ég gerði ýmis mistök í grein minni svaraðu kallinu þar sem ég hæddist að Markúsi Erni Antonssyni.
Ég hélt því fram að hann myndi ekki svara fyrir sér.
Hann gerði það í kastljósþætti klukkustund eftir að ég skrifaði greinina. Þannig að þetta er ekki út af lygum eða heimildaleysi.
Því miður gerði ég fleiri villur. Ein var sú að segja að hann hefði ekki svarað fyrir sig í þrjá daga í röð.
Það er ekki satt, hann hafði setið undir ásökunum frá því á miðvikudag. Og á fimmtudegi var lögð á hann vantraustsyfirlýsing frá starfsmönnum ríkisútvarpsins.
Svo hvað…Hann svarar fyrst fyrir sig á þriðjudag. Það tók hann aldeilis langan tíma að finna rök fyrir ráðningu Auðuns.
Önnur mistök sem ég geri er að rugla nafninu hans Auðuns. Ég kalla hann Georg. Ég ásakaði hann Auðunn svo sem ekki um neitt, aðallega vini hans sem ég tel pottþétt að hafi beitt sér fyrir ráðningu hans.
Bara að láta fólk vita af þessu þess vegna sendi ég jú inn þennan þráð. En mér er spurn, hversvegna svarar Markús Örn einungis spurningum frá fjölmiðlum ríkissjónvarpsins. Stöð 2, DV, Fréttablaðið ná ekki að tali af honum. Afhverju gefur hann þessum fjölmiðlum a.m.k. ekki sömu svör og spyrlunum í kastljósinu?