Þetta er nákvæmlega það sem maður kallar geðhvarfasýki, á Ensku er það “manic depression” sem lýsir sér í þessum seemingly random lyndissveiflum, en þó virðist hún vera á lágu stigi hjá þér. Ég ætla þó ekki að fullyrða neitt eftir að hafa bara lesið einn póst frá þér um efnið.
Margir myndu strax segja “þunglyndi”, ég er ekki svo viss sjálfur. Nú á dögum vilja menn kalla það þunglyndi ef manni svo mikið sem leiðist. Ég veit mjög vel hvað þú ert að tala um, been there, done that, NÁKVÆMLEGA eins og þú lýsir því. ;) Og eftir óhóflega marga sálfræðitíma í æsku harðneita ég að fara til læknismenntaðra manna með andleg vandamál mín, ég vil leysa úr þeim sjálfur eða einfaldlega ekki leysa úr þeim at all.
Mér finnst óheyrilega líklegt að þú sért á lausu, sem er líklega bæði orsök og afleiðing af því að þér líður svona.
Ég get ekki mælt með því að þú farir til sálfræðings strax, heldur prófir eitt sem virkaði mjög vel á mig á tímabili. Þannig er með mál að ég hef óvenju mikla reynslu af sálfræðifróðum mönnum og bókviti þeirra. Lyf virka… sure, en að mínu mati eru þau soldið svona… last resort. Annars endum við bara sem dýrategund sem þarf vatn, kynlíf, mat, svefn og prósak, sem mér finnst mjög röng þróun. Ég vil frekar díla við vandamálin heldur en að dópa þau í burtu. Með því þjálfarðu andlegan styrk sem hjálpar þér að leysa andleg vandamál síðar meir, andstætt því sem lyfin gera.
En þetta er allt saman mjög umdeilt. Ég ætla að ráðleggja þér að gera eitt sem ég gerði á sínum tíma og virkaði bara mjög vel á mig.
Þegar þér finnst þú vera asnalegur, farðu í sturtu ef þú getur, og farðu í hrein föt, eins flott og þú átt. Þau mega ekki vera eitthvað ofur-“sérstök”, samt. Kauptu helst ný ef þú getur, það virkar langbest. Gerðu þetta, algerlega óháð því hvort þú ert almennt maður sem spáir í því hverju þú gengur í eða ekki. Ég sjálfur spái mjög lítið í því og er almennt mjög áhugalaus um föt og fatasmekk, og ég tek það fram til þess að þú hugsir ekki “Nei, þetta á ekki við mig.”. Prófaðu þetta.
Ef þú reykir, reyndu að halda aftur af þér á meðan þú ert í góðu skapi. Þú mátt alveg reykja á meðan á því stendur, en reyndu að venja þig á að standast löngunina þegar þú ert í góðu skapi. Þetta kennir þér sjálfsaga, hægt og bítandi, sem nýtist þér í fleiri hlutum en að hætta að reykja. Ekki reyna þetta þegar þú ert niðri samt, vegna þess að þá ertu fáránlega líklegur til að falla, og finnast þú bara vera meiri asni. Gerðu þetta þegar þú ert uppi.
Ef einhver biður þig t.d. um að koma í bíó, og þig virkilega, virkilega langar ekki, FARÐU Í BÍÓ. Þ.e.a.s., þegar þú ert “niðri”, gerðu þvert á við langanir þínar. Ef þú vilt bara ekki taka til í herberginu þínu eða íbúðinni þinni… taktu til í herberginu þínu eða íbúðinni þinni. Þetta ferli kennir undirmeðvitund þinni hugtakið “árangur”, hversu lítill sem hann er, og einnig einhvern sjálfsaga, sem verður seint vanmetinn.
Og að lokum: “All good things to those who wait.”
Gangi þér vel. :)<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is