“Það lenda margir í vandræðum með það og hafa frestað mörgum filleríum, svo myndi verðið lækka sem þýddi að allir myndu drekka oftar.”
Hvað er svona sniðugt við það. Afleiðingarnar af þessum haftaboðskap sem hefur verið hérna eru augljósar: Í áratugi hafa menn/unglingar verið að hella í sig eins sterku víni og þeir hafa komist yfir. Þetta hefur nú skánað eftir að bjór var leyfður, þrátt fyrir heimsendaspár um annað. Fyrir þann tíma gat varla nokkur íslendingur farið í flugvél og til útlanda án þess að vera súrrandi vitlaus allan tímann. Sjálfsagt myndu margir drekkar oftar, en jafnframt betur og þú ferð alveg framhjá því að síðan bjórinn var leyfður drekka menn miklu betur þótt án efa magnið sé meira. Magnið skiptir ekki aðalmáli heldur hve mikið á stuttum tíma.
“Unglingadrykkja myndi þúsundfaldast.”
Alveg sama hér. Hvernig er þetta hér:
Það er of mikið vesen fyrir unglinga að kaupa kassa af bjór t.d. svo þá er bara keypt vodki/landi..og það þambað. Skiljanlega tíðkast þetta ekki á meginlandinu þar sem 16-18 ára geta keypt bjór útí búð og eru því ekki með þessa vitleysu.
Þess vegna muni umgengni okkar Íslendinga með áfengi batna stórum ef bjór og léttvín verði sett í matvörubúðir og aðgengi bætt t.d. með 18 ára og eldri megi kaupa bjór/léttvín.